Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 190
188
MÚLAÞING
jónssyni. Hann var með bíl sem nokkrir bændur á Fljótsdals-
héraði áttu í félagi. Hann var kallaður bændabíll. Sú ferð gekk
ljcmandi vel og er mér ekkert minnisstæð. Aftur á móti er
mér minnisstæðari önnur ferð sem eg fór nokkuð seinna í bíl
af Reyðarfirði uppyfir. Þessir fyrstu bílar voru bara með
lit’u húsi, fyrir bílstjórann og einn farþega. En nú bar
það að sjálfsögðu oft við að menn þurftu að komast með þeim
þó að ekki væri hægt að vera inni, og þá var bara setið á palli
og þótti gott. Þessi ferð var farin í glórulausum byl að haust-
lagi eða fyrri hluta vetrar, og við vorum nokkrir á pa’li. Ekki
var búizt við neinni fyrirstöðu af snjó og reyndist ekki heldur,
en það var anzi dimmt, svo að við þurftum að ganga á undan,
tveir í einu >sdnn á hvorum vegarkanti á stykki þegar Ikctm
upp fyrir Skriðurnar. Annars sátum við á pallinum, og okkur
voru lánaðir tómir ullarballar á Reyðarfirði, þykkir og góðir,
og við skriðum ofan í þá og vorum tveir í hverjum. Það var
ein stúlka með okkur, og það er sins og mig minni hálfvegis
að það væru fleiri en einn sem vildu vera í ballanum með
henni. Annars olli það ekki neinum vandiæðum, og ferðin gekk
líka að heita vandræðalaust, enda batnaði veðrjð þegar kom
út úr dalskjaftinum.
Þeir þættu varia merkilegir nú þessir fyrstu bílar. Hvað
voi'u þeir annars lengi frá Reyðarfirði cg upp í Egilsstaði,
þeir ihafa verið mun fljótari í förum en liestarnir?
— Mikil lifandi ósköp. Eg held að þessir fyrstu hafi ekki
verið yfir tvo og hálfan tíma þegar gott var.
Tóku ?
— Svona helmingi meira en fjói'hjóluðu vagnarnir, áreiðan-
lega ekki meira en um tuttugu hestburði, og var’a svo mikið
þeir fyrstu.
Hér hættum við í miðjum straumi tímans að ræða um vagna
og bíla og vékum að öðru, en þó skyldu efni, flutningum með
Lagarfljótsorminum. — Á. H.