Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 193
MÚLAÞING
191
Sigurðsson. Bjarni var fæddur að Þykkvabæjarklauslri í
Vestur-Skaftafellssýslu, líklega árið 1867. Sextán ára gamall
fór hann austur i Bjarnanes til séra Jóns Jónssonar, sem þar
var þá prestur, isíðar á iStafafelili í Lóni. Hjá séra Jóni nam
Bjarni skrift, reikning, sögu, landafræði og dönsku. Árið 1884
flór Bjarni á Eiðaskóla og var þar við nám í tvo vetur. Var
síðan tvo veiur barnakennari í Lóni. Og eins og áður isegir
mun það hafa verið ihaustið 1888, sem bann er ráðinn barna-
kennari við nýstofnaða'n skóla á Djúpavogi. Mér er ókunnugt
um tildrögin til þessarar skólastofnunar, eða hverjir volru
helzfir hvatamenn hennar. Kennsla mun hafa farið fram í
Hótel Lundi. Lundur var eign Þórunnar Eiríksdóttur frá Hof-
felli, og stóð þar, sem nú stendur húsið Geysir. Lundur brann
skömmu fyrir aldamótin, og eftir það mun kennsla hafa farið
fram í Suður-kaupstaðnum, þuu ár, sem kennt var, þangað tií
„Gamli sikólinn" var byggður og teki.nn í notkun árið 1912.
Suður-kaupstaðuirinn var tvílyft timburhús, og stóð þar, sem
nú stendur hús Umf. Neista.
Bjarni Sigurðsson er kennari á Djúpavogi til ársing 1892,
en þá flyzt hann til Fáskrúðsfjarðar. Næstu ár á eftir mun
ekki vera um samfellda kennslu að ræða á Djúpavogi. Þó er
vitað, að Haraldur Briem, bóndi og hreppstjóri á Búla.ndsnesi,
og Ölafur sonur hans tóku drengi til að kenna þeim. Gengu
þeir daglega að Búlandsnesi, bæði utan af Djúpavogi og innan
úr Háisþorpi, tveggja til þriggja km vegalengd. Ekki munu
þeir Haraidur og Óiafur hafa tekið gjald fyrir kennsluna, en
þegið ýmsan greiða af foreldrum drengjanna, enda tíðkaðist
sú regla í byggðar’aginu, að greiði kæmi í greiða stað. Har-
aldur Briem var bróðir sálmaskáldsins góðkunna, Valdimars
Briem. Hann mun hafa komið norðan úr Eyjafirði til að smíða
kirkju að Hofi í Álftafirði. Giftist hann Þrúði Þórarinsdóttur
prófasts á Hofi, áður á Stafafelli, og ílentist. í byggðarlaginu.
Á þessum árum mun og Sæmu.ndur Sigurðsson að Borg á
Djúpavogi hafa tekið börn heim til sín og veitt þeim tilsögn í
ýmsum námsgreinum. Sæmundur var þá orðinn roskinn og
dvaldist hjá Sigurði syni sínum að Borg.