Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 194
192
MÚLAÞING
Skömmu fyrir aldamót (1898 eða 1899) ræðst Þórhallur
Da.níelsson heimiliskennari til Stefáns Guðmundssonar verzl-
unarstjóra Örum & Wulffsverzlunar. Þórhallur var ,þá hálf-
þrítugur (fæddur 1873), áhugasamur cg duglegur kennari.
Hann mun þá hafa komið frá Fáskrúðsfirði, þar sem hann
hafði unnið við verzlunarstörf. Hann var einn vetur heimilis-
kennari hjá Stefáni Guðmundssyni, en mun hafa þótt það of
þröngt verksvið fyrir sig slíkur áhuga- og dugnaðatmaður,
sem jhann var. Næsta vetur er hann aftur kennari á Djúpa-
vqgi, og pnun þá hafa farið fram á að fá að kenna iöillum
börnum á skólaaldri. Gengu til hans börn frá 8 ára og upp að
fermingaraldri, nálægt 30 að tölu. Forráðamenn barnanna
greiddu 1 krónu með hverju barni í kennslugjald.
Með komu Þórhalls verður vákning í kennslumálum í byggð-
arlaginu. Gustaf Iversen hafði þá nýlega flutzt til Djúpavogs
og gerzt verzlunai'Stjóri fyrir nýstofnuðu pöntunarfélagi.
Hann tekur að sé" að kenna piltum leikfimi og íþróttir. iver-
sen hefur verið mjög dugandi íþróttaleiðtogi. Hefur íþfóiía-
’.íf á ^Djúpavogi e'kki staðið með meiri blcma í annan tíma.
Voiu haldin íþróttamót og náðist góður árangur í ýmsum
greinum. Til gamans má geta þess, að ein námsgreinin fyrir
státlpaða pilta var skotfimi. Var sett upp skotskífa niðri í
Blá. Byggðarlagið fékk þó ekki lengi að njóta starfskrafta
þessara ágætu manna. Þcrhallur fluttist til Hoinafjarðar, þar
sem hann gerðist verzlunarstjóri, en Iversen til Eskifjarðar
og síðar til Ameríku.
Veturinn eftir burtför Þórhalls Daníelssonar var Björn Pá's-
son frá Hálsi i Fnjóskadal við ltennslu á Djúpavogi. Hann
var aðeins einn vetur og fluttist síðan til Ameríku. Um næstu
3 vetur hefur mér ekki tskizt að fá áreiðanlegar upplýsingar.
Að öllum líkindum er þá ékki um almenna kennslu að 'ræða,
en líklegt má telja, að éinhvérjir heimiliskennarar hafi starf-
að hjá efnaðri mönnum. Veturinn 1935—6 er Guðmundur Ól-
afsson 'kennari á Djúpavogi, þá aðeins tvítugur að aldri, og
er þá að hefja langan og merkilegan starfsferil sem kennari,
lengst af við héraðsskólann á Laugarvatni. Guðmundur er ný-