Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 199
MÚLAÞING
197
Lítið byggðarlag er ef til vill ekki mikils vert, í augum um-
heimsins, en því fólki, sem þar hefur valið sér bústað hlýtur
þó alltaf að vera annt um allt það, er snertir sögu byggðar-
lagisins. ! I
Djúpavogi, 5. apríl 1969.
Austf’irzk mállý/.kufyrirbæri. — Ef eg sjæði að þú læðir
hérnana á þessum mell, þá dræði mig svo mikið um það eigin-
leganana að eg dæði náttúrlegunana. (Orðmyndin mell er hér
skökk, á að vera mel. Mell aðeins í nefnifalli). . . . Hann jæti
ef hann gæti það. . . Hann stóð blýsperrtur og spjarkaði í
þrælinn.
I Héraðinu hérnana
hingað kom sá arnana,
þétti maðurinn þarnana.
Það er hann Jón minn Bjarnana.
Jón Bjarnana er Jón Bjarnason frá iKluku í Hjaltastaca-
þinghá. Visan mun eiga að sýna málfar Bjarna Árnasonar
föður Jóns cg sögð ort kringum aldamótin. — Höf. vísunnar
ókunnur.
„Hef eg þá gleymt að snúa mér við“. — Fyrir löngu var í
Teigaseli á Jökuldal kerling sem meðal annarra starfa hafði
þann að sjá um kýr, reka þær í haga og sækja á kvöldin. Nú
«|r það eitíj sinn að sumri til í góðu veðri að kerling rekur
kýrnar út götu|r.nar að venju; gekk hún prjónandi á eftir
kúnu.rn. — Á þessum árum voru öll mjclkurílát úr tré, og
þegar sólar naut, var það siður að setja þau út er þau höfðu
verið þvegin og „baka þau í sólinni“ eins og kallað var. Sól-
skin var þennan morgun. Húsfreyjan á Giljum, næsta bæ utan
við Teigasel, gekk út að sýsla við trog sín og skjólur eða ná
í eitthvað sem hana vantaði. 1 sama mund ber þar að kerling-
una í Teigaseli, kemur prjónandi og í þönkum. Hún lítur upp,
áttar sig og verður að orði: „Ja hérna, hef eg þá gleymt að
snúa mér við“. — Sögn Jóns Björnssonar frá Hnefilsdal.