Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 202
Áthugasemd
I.
Þegar ritstjóri Múiaþings gat þess við mig að ritinu hefði
borizt grein eftir Sigurð bónda Vilhjálmsson á Hánefsstöðum
um Hermann í Firði hóf eg bréfas'kipti við Sigurð um þetta
efni, oig fóru möírg bréf á milli okkar. Sigurður hafði áður
skrifað um Hermann, en skort nokkuð heimildir, og sumt
reyndist rangt er þar var flutt. Úr þessu vildi Sigurður bæt-a.
Það er reyndar þannig, að heimildir skortir um margt í ævi-
ferli Hermanns í Firði, og 'veldur eigi sízt að þjóðsögur á
litlum rökum reistar hafa orðið aðalheimildirnar um ævi hans.
Þær eru ófullkomnar heimildir, og þó vindáttin af manninum.
Eg gat bent Sigurði á margt sem þyrfti að athuga í þessu
efni:
1) Hermann kaupir hluta í Firði af e'kkju Jens prests Jóns-
sonar. Jón sonur hennar býst til að rifta þeim kaupum, sjálf-
sagt á ættarbrigðaréttinum á jörðum, en deyr í Kaupmanna-
höfn í þeim svifum. Dánarbú hans ber undir opinber skipti.
Þá kaupir Hermann á móðuharðindaári. Hann hefur ekki
keypt dýrt.
2) Þegar Þóra Jónsdcttir er vanfær að Halldóri Pálssyni
var það þriðja hórdómsbrot. Hermanns og hennar, og Stóri-
dómur hlaut að koma til skjalanna með dauðadóm á þeim
báðum, Hermanni og Þóru. Þá gengst Páll Sveinsson við Hall-
dóri, og hann er að kvænast ekkjunni Þórunni Björnsdóttur,
sem tekur drenginn að sér og lætur hann heita eftir fyrra
manni sínum, Halldóri Björnssyni lögréttumanni Ingimundar-
sonar í Hellisfirði. Þannig bjargast málin í lífsnauðsyn.
3) Hin mesta þvæia er orðin um, þennan Halldór Pálsson.
Allir samtímamenn vissu að hann var sonur Hermanns og Þóru
þótt nú teldist hann Pálsson af áður sagðri nauðsyn. 1 hinu
merka ættfræðisafni séra Einars á Hofi Jónssonar er Halldór
til ættar færður sem sonur Þóru Jónsdóttur. Nú varð það að
Sigurður rithöfundur Helgason ritaði í blaðið Austurland
ádeilugrein um þessi vinnubrögð í ritsafninu og að nokkru á
útgáfu þess, þar sem annað væri réttara, að Halldór hefði
verið sonur Þórunnar Björnsdóttur, en ekki Þóru. Eg athugaði
málið og sá að Sigurður Helgason hafði rangt fyrir sér, að
því er að öllu mátti álykta. Höfundur Ætta Austfirðinga hlaut