Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 204
202
MÚLAÞING
við Hermann, en lifði nokkra stund. Þóra er líklega sú sem
er á Bakka í Borgarfirði 1816, þá 62 ára gömul, fædd 1754.
Þessi Þóra er hjá ekkju Snjólfs Jónssonar Oddssonar frá
Húsavík, en Jón sá var sonur Þurí&ar Jónsdóttur frá Brim-
nesi Ketilssonar. Til Jóns frænda síns hefur Þór-a flúið úr
hörmungum sínum í Sandvík eftir að sambandi þeirra Her-
manns hlaut að vera fokið.
Þetta var allt og sæmilega frágengið í bréfaskiptum mínum
við Sigurð Vilhjálmsson, en nú sé eg að eg hef haft erfiði en
e'kki erindi. Þykir mér nú enn erfiðara að taika þetta fram,
þar sem Sigurður Vilhjálmsson er látinn, en eg á ekki ann-
ais von af ihonum né öðrum, en vilja hafa það er sannara
mætti vera. „Eg get ekki gert. að því“, eins og hún Sunneva
sa,gði, þótt eg geri hvert frumhlaupið á fætur öðru í þessu
máli.
H.
Það er enn lítið atriði í grein Sigurðar Vilhjálmssonar, sem
eg tek til meðferðar. S. V. fer að tala um ætt Sigurðar prests
á Skorrastað, hins fyrri, Árnasonar d. 1609. Hanu getur þess
til að hann hafi verið sonur Árna á Hafursá Einarssonar
prests í Val'anesi Árnasonar. Með lítilli athugun á heimildum
hefði ekki þurft að segja þetta, því að þá hefði Sigurður
þuift að vera 17 ára 1572 er hann gerðist prestur á Hólmum
í Reyðarfirði. Vitaskuld búinn að vera prestur annars staðar
og ráðsettur maður að aldri. Þessu skeyti eg engu, en það er
íllt að finna ekki framætt séra Sigurðar, sem ekki hefur
orðið, og tæpast geta beinar heimildir fengizt fyrir henni.
Mér sýnist helzt að hann hafi verið sonur Árna í Möðrudal
Oddssonar og Ragnhildar systur sóra Einars í Vallanesi Árna-
sonar. Ragnhildur er fædd um 1500. Ingveldur dóttir henn-ar
um 1525—28, og séra Sigurður gat verið fæddur um eða fyrir
1530 og við áttræðisaldur er hann deyr. Hallur Högnason
prestur er sonur Ingveldar, og hann er kornungur þegar hann
tekur við Möðrudal 1568 af Ragnhildi ömmu sinni og hefur
verið um sextugsaldur er hann deyr, 1608. Árni Oddsson í
Möðrudal hefur að öllum líkindum verið bróðir Hnafns í
Skörðum í Reykjahverfi, en sá Hrafn er náfrændi Hrafns lög-
manns Brandssonar afa Árna á Bustarfelli, föður Þórdísar
konu séra Sigurðar. Að skyldleikanum ber að leita í giftumál-
um til að glöggva sig á uppmna manna. Dóttir séra Sigurðar