Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Qupperneq 207
MÚLAÞING
205
aldrei heyrt áður, með því að finna, hvaðan þau eru sprottin.
Ekki þarf að leita meðal marg',ærðra íslendinga, sem sjá í
hendi sér, að Færeyjar merkja fjáreyjar og fær í Færeyjum
merkir hið sama ög fær í færilús í íslenzku. Þetta sjá dönsku-,
norsku- og sænskumæiandi þjcðir elk'ki í hendi sér. Notkun
setu er einn liður í að viðbilda þessum eiginleika íslenzkrar
tungu. I nútímaíslenzku er seta notuð yfirgnæfandi mest til
e-ð sýna i ð átt hefur sér stað samruni ð, d eða t við s. U.nd-
antekningar eru varla aðrar en sérnöfn af erlendum upp-
runa. Um. ritun setu eru því til fastmótaðar reglur, þannig,
að ekki er erfiðara *?.ð skrifa setu rétt en j. eða n, einfalt eða
tvöfalt.
Það sýnir að mí.nu viti mikla skammsýni að vilja hætta að
skrifa setu, af því að hún er ekki borin fiam og gerir rétt-
i'itun erfiðari. Við höfum dæmi um hvoru tveggja í nálægum
iöndum, að reynt er að láta réttritun fylgja framburði og að
réttritun er haldið óbreyttri, -hvað sem fra.mburði líður. Dæmi
hins síðarnefnda eiu hin útbreiddu tungumál enska og franska.
Það er mikið verk, ekki síður fyrir þá, sem aldir eru upp við
þessi tungumál, að læra að skrifa þau rétt, en hins vegar fer
lítið fyrir því, þótt það sé til, að reynt sé að breyta réttritun
þeiri-a, vegna þess að í allmörgum orðum þessara tungumála
eru stafir, sem eru ekki bornir fram eða bornir fram eins og
aðrir stafir væru. A hinn bóginn hafa .norska og sænska verið
iátin sæta annarri þróu.n. Sú útgáfa norskunnar, sem norska
kennslumálaráðuneytið leggur blessun sína á á hverjum tíma,
hefur undanfarna áratugi verið miklum breytingum undirorp-
in, og þær hafa miðað að því að aðhæfa stafsetninguna að
niæltu máli, meðal an.nars. Sem dæmi má nefna, að um síð-
ustu aldamót var orðið ,,hvað“ ritað hvad. Síðan féll d-ið
aftan af, enda e)kki borið fram og fyrir ekki löngu var ákveð-
ið að rita mætti orðið va, enda h-ið ekki borið fram. Þarna
er gengið kerfisbundið til verks. Ekkert. skeytt um að rekja
niegi uppruna orða, en hlustað eftir fiamburði meirihlutans.
Hætt. er við, að varðveizlu íslenzkrar tungu yrði ekki greiði
gerður með því að toJka upp þessi vinnubrögð hér á landi.
Með því að hættú að rita setu er aðeins verið að gefa for-
smekk að því, hversu auðvelda mætti íslenzka réttritun. Það
hafa einnig verið uppi raddir um að fella niður y úr rituðu
niáli og mér er hulið, hvernig mótmæla má því, ef menn vilja
fella niður ritun setu, þar sem sömu höfuðröksemdir fylgja