Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 6
Kápumynd:
Olíukrítarmynd sem heitir Eyðibýli og er eftir Ólöfu Bimu Blöndal. Myndin er frá 1998, 25.5x31.5 cm
að stærð, og myndefnið sótt út í Hjaltastaðarþingá. Ólöf er fædd 11. nóv. 1942, Siglfirðingur, en hefur
búið síðustu 20 ár á Egilsstöðum. Hún nam myndlist í listadeild Stephens College, Columbia, Missouri
í Bandaríkjunum en síðan um árabil við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún er einnig með BA-próf í
ensku og frönsku frá Háskóla Islands. Ólöf teiknar með svartkrít og pastelkrít, málar með vatnslitum og
olíu en þekktust er hún fyrir myndir sem hún gerir með olíukrít. Hún hefur teiknað fjölda andlitsmynda,
t.d. gerði hún myndir af 50 íbúum á Egilsstöðum og sýndi á 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Það er að-
standendum Múlaþings mikill heiður að hafa tækifæri til að vekja athygli á þessari hæfileikaríku lista-
konu þótt í smáu sé.
Höfundar efnis:
Andrés Bjömsson, fæddur 1893 á Staffelli í Fellum, bóndi og fræðimaður á Snotrunesi í Borgarfirði
eystra. Hann lést 1974.
Freysteinn Sigurðsson, fæddur 1941, frá Reykjum í Lundareykjadal. Móðir hans var frá Dölum í
Fáskrúðsfirði. Freysteinn er jarðfræðingur og vinnur hjá Orkustofnun.
Gunnar Guttormsson, fæddur 1935, frá Hallormsstað, starfsmaður iðnaðarráðuneytisins, búsettur í Rvík.
Hallgrímur Helgason, fæddur 1909, frá Refsmýri í Fellum, fyrrverandi bóndi á Droplaugarstöðum í
Fljótsdal. Hann lést árið 1993.
Hermann Pálsson, fæddur 1921, frá Sauðanesi í Húnaþingi, fyrrverandi prófessor í Edinborg þar sem
hann er búsettur.
Hrafnkell A. Jónsson, fæddur 1948, frá Klausturseli á Jökuldal, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum,
búsettur í Fellabæ.
Jón Halldórsson, fæddur 1877 í Fagradal, stundaði sjómennsku og smíðar, var búsettur í Fagradal, á
Vopnafirði, Eskifirði og í Neskaupstað.
Páll Pálsson, fæddur 1947, frá Aðalbóli, fræðimaður, búsettur jöfnum höndum á Egilsst. og Aðalbóli.
Pjetur Pjetursson Jökull, fæddur 1828, frá Hákonarstöðum á Jökuldal, smiður og fræðimaður. Hann lést 1879.
Rósa Gísladóttir, fædd 1919, frá Brekkuborg í Breiðdal. Var lengi húsfreyja í Krossgerði í Bemftrði, nú
búsett í Reykjavík.
Sigmar Magnússon, fæddur 1922, bóndi og fræðimaður Dölum í Fáskráðsfirði. Hann lést 1999.
Sigurður Kristinsson, fæddur 1925, fyrrverandi kennari, frá Refsmýri í Fellum, búsettur í Reykjavík.
Sigurður Magnússon, fæddur 1909, frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, fræðimaður, búsettur á Seyðisfirði.
Skarphéðinn G. Þórisson, f. 1954, af Njarðvíkurætt eldri, líffræðingur búsettur í Fellabæ.
Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1913, fyrrverandi menntamálaráðherra, búsettur á Egilsstöðum og Mjóafirði.
4