Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 12
Múlaþing
Að Svefnósum sumaríð 1961. Þorsteinn dvaldi þá í Þýskalandi. Ljósm.: G.G.
hylur hlaut nafnið Skyggnir, og sagði
Þorsteinn að menn yrðu skyggnir við að
horfa í hann. Upp af Eldatanga rís kletta-
snös, sem fékk tignarheitið Klapparljónið.
Kerlingará rennur utan við klettinn og
myndar þar smágilskoru. Ytri barmurinn er
skógi vaxinn og þar slútti yfir gilið á
þessum tíma gömul eik sem komin var að
falli. Þessu lasburða tré veitti ég raunar
nábjargirnar þetta vor. Bolinn, sem var
tvístofna ofanvert, sagaði ég við rót og
stubbaði sundur talsvert ofan við klaufina.
Þessi sérkennilegi drumbur var lagður yfir
gilskoruna og gáfu stubbarnir honum góðan
stöðugleika. Síðan var búið til handrið úr
birkirenglum. Brúin er nú aðeins varðveitt á
myndum. Hún hlaut nafnið Drekabrúin.
Tjald Þorsteins stóð alltaf á sama stað, á
Eldatanga, framan við birkirunna við rætur
Klapparljónsins.
Vígsluhátíð
Þegar brúarsmíðinni var lokið og Þor-
steinn hafði komið sér fyrir við Svefnósa en
hann dvaidi á Hafursá fyrst um vorið þótti
honum hlýða að halda einskonar vígslu-
hátíð. Svo fjölmenn var hátíðin að ekki var
pláss fyrir alla á Eldatanga. Sumir sátu því í
brekkunni utan við Skyggni og aðrir á
bakkanum handan Króklækjar. Þessari
vígsluhátíð lýsir Elísabet, systir mín, sem
vann í Mörkinni þetta sumar, þá 15 ára, í
bréfi til Margrétar systur þann 20. júlí þetta
sumar:
„Þegar vígsluhátíðin hófst á föstu-
dagskvöldið [18. júlí] var skáldið búið að
kveykja á langeldinum. Þú hefðir bara átt
að vera komin. Veðrið var kyrrt, svo varla
blakti hár á höfði. Við „marséruðum“
niðureftir með Gunnar og gítarinn í farar-
broddi, syngjandi „SailorinnÞegar við
10