Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 17
Svefnósar
Viö minnisvarða Þorsteins að Svefnósum.
Ljósm.: Sigrún Jóhannesdóttir.
Neðstareit, þegar fylkingin beygði af
Markarstígnum fram að Kerlingará.
Þar kynnu ungviði staðarins að hafa
verið að njósna um ferðir og háttemi
hinna fullorðnu. — Þegar að brúnni
kom fór kyndilberi fyrstur yfír og
skipaði öðmm að bíða átekta meðan
gengið væri úr skugga um hvort
skáldið svæfí. A tjaldstaðnum var
enga hreyfingu að sjá og engar
glæður merkjanlegar í Bálinu á
Eldatanga. Allt benti því til þess að
skáldið væri í fastasvefni. Var nú
gefíð merki um að fylkingin skyldi
þoka sér yfir brúna og taka sér stöðu
á Klapparljóninu.
Viðbúin, nú!—hvíslaði kyndilber-
inn. Og þögnin var rofin með inn-
gangsstefinu, Blúbemhill. Strax á eftir sungu
viðstaddir af djúpri tilfinningu og innlifun Ég
vitja þín æska. Fuglar, sem stungið höfðu
höfði undir væng í birkitijánum í kring undu
mátulega vel þessari tmflun og flugu upp
með vængjaklið og gargi. En hvað með
„fuglinn“ í tjaldinu? Jú, hann flaug líka upp
og var kominn út fyrir skörina eftir nokkrar
sekúndur. Stundin mun vart líða komu-
mönnum úr minni. Hér stóð sumsé skáldið og
vinnuþjarkurinn Þorsteinn Valdimarsson á
nærklæðunum, geislandi af undrun og gleði
og breiddi faðminn móti sigri hrósandi
hrekkjalómunum. Avarpsorðin, og það
hvemig þau vom sögð, hefur líka greypst í
minni manna: „Ja, ég heyrði að þetta vom
raddir manna en ekki engla“. Tjaldbúinn
slapp auðvitað ekki undan þeirri kvöð að
dreypa aðeins á flöskunni áður en hann færi í
tjaldið að tína á sig einhverjar spjarir. Og nú
lögðu komumenn undir sig Eldatanga og
hófu að draga lurka á Bálið,- Aðförin hafði
heppnast að öllu leyti.
Við dyr skáldgyðjunnar
Það er rökrétt að setja hér punkt aftan
við þessa frásögn, því þegar hér er komið
sögu var Þorsteinn orðinn þátttakandi í
atburðum næturinnar. Nú hófst ævintýrið
sem hann lýsir í ljóðinu Sprunginn gítar. Á
þeirri lýsingu þarf ekki að gera neina
bragarbót. En fyrir þá sem ekki hafa lesið
ljóðið skal aðeins minnt á að þar dregur
Þorsteinn upp mynd af atburðum nætur-
innar á sinn skáldlega og nærfærna hátt.
Eímgjörðin er hin sérstæða skógarvin,
Svefnósar, og við öðlumst hlutdeild í
andblænum og stemmningunni sem ríkti
við Skyggni og Bálið á Eldatanga þessa
júlínótt. Við skynjum að söngur, hljóð-
færasláttur og gamanmál hafa verið í
fyrirrúmi. En líka má greina að þarna áttu
sér stað skoðanaskipti um stórpólitísk mál.
Og enda þótt Þorsteinn lýsi í útlínum
mörgum uppákomum og uppátækjum
næturgestanna liggur eðlilega margt utan
ramma ljóðsins. Nefna mætti þá skemmtan
að menn freistuðu þess að jafnhatta hver
annan. Svo vildi til að einn þeirra sem
15