Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 18
Múlaþing
A jólum 1962 barst mér eintak af Heiðnuvötnum. A titilsíðu var
eftirfarandi Ijóð skrifað með grœnu bleki.
Stund erfleyg, en stendur kyrr
í stefjaheimi;
- á liðnum júlí signir sólin
söngvara hylsins nú um jólin.
„Norðan, norð-austan; íþessum
tveim orðum er samandreginn
bölvaldur manna og gleðispillir
liér um slóðir. Tveir sólardagar
í öllum þessum mánuði hafa
mátt sín lítils gegn yfirþyrm-
andi súldinni, grámyglunni og
gœftaleysinu til sjós og lands.
Verkalýður Markarinnar er að
vonum súr á svipinn, hœttur að
vona, æðrast aðeins, blótar og
ragnar. Skáldið er líklega
fjœrst því að vera orðinn viti og
anda firrtur, enda hefur hann
setið allan mánuðinn út í
öskustó eins og hver annar
kolbítur og barið saman eina
firninmikla drápu um blys-
förina frœgu sumarið 1958:
Sprunginn gítar er Ijóðabálkur
í tíu þáttum, ætlaður ef vill til
ballettuppfœrslu.
tekinn var á loft rak í lendingu kjúku í
hljóðfærið sem ljóðið fjallar um.
Ljóðað í öskustó
Eins og getið var í upphafi orti Þorsteinn
ljóðið Sprunginn gítar á Hallormsstað
sumarið 1960. Þetta sumar vann hann ekki í
Skógræktinni en snæddi í mötuneytinu.
Kristín Þorkelsdóttir, kona Sigurbjörns
Péturssonar á Hafursá, var á þessum tíma
afleysingaráðskona í Mörkinni. Staðurinn,
sem Þorsteinn valdi sér til skáldskaparins, var
eldhúsið í verkamannabústaðnum. Þar sat
hann fyrir framan viðarkynta eldavél, oftast
með fætuma uppi á skörinni, og lét ekki
truflast af matseld eða annarri iðju. - Loftur
dregur upp eftirfarandi mynd, af yfirbragði
staðarins og aðstæðum á vettvangi, í bréfi til
mín 27. júlí:
Af þessu sést að Þorsteinn hafði einstaka
hæfileika til að einbeita sér, hvernig sem
blés, og þótt umgangur og kliður væri í
kringum hann. Já, hann meira að segja kaus
gjarnan að yrkja með iðandi líf í kringum
sig. Hver veit nema hann hafi hér hagnýtt
sér þekkingu og þjálfun samkvæmt
forskriftum jógafræðanna. Hve langan
tíma tók þessi smíð? Eftir „allan
mánuðinn“, þ.e. júlímánuð, sbr. bréf Lofts,
er ljóðið greinilega farið að taka á sig mynd
og kaflamir t.d. orðnir tíu talsins. Sigurður
Blöndal segir mér að Þorsteinn muni hafa
verið hátt í tvo mánuði að yrkja ljóðið og er
það vafalaust nærri lagi.
16