Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 22
Múlaþing
hvísl Pans frá eldinum,
hróp hans til stjarnanna:
Hásumartízkan í ár!
VII.
Upp í glóðafeyki,
upp í laufafeyki,
upp Fífukollur
og úr stígvélunum meS þig!
Upp haltir sem heilir
og hinkri enginn meira
en hundraS ára fauskar —
Básúnuengill, í dansinn!
I hring um slœSufossinn
handan um fjöllin sjö!
HingaS meS gítarinn, Tenór,
og felldu' ekki lokaslaginn!
Skvettu upp rassinum, hryssa,
skvettið upp glóðinni, hlóðir,
skvettu' þér upp þarna, lœkur!
Duni logafeykir!
Dísir og meyjar gœti
drottningarinnar
og lendavœngja hennar.
— Hvaðan fleytirðu, lœkur,
laufakrónunni rauðu,
laufum úr slokknum eldi?
— Ó, þau hafa geymzt í kvœði,
sem enginn man víst lengur —
eftir hann gamla Pál;
ástin og sorgin
brugðu úr þeim í morgun
fléttukransinn létfa;
fœrið hann drottningunni,
fœrið hann yndi lœkja og vinda.
Logafeykir dunar,
laufafeyki treður
langt út í rökkrið
Mörkin töfrum hrifin.
— Hvað er hann að skœla sig
skógarpúkinn þarna
í skugganum viS lœkinn —
framan í Hallorm bónda?
— Svo hreiðurmálaráðherrann
hann var hér á ferð —
og hugaði enn að sprekum
í laupinn á Miðnesheiði?
— Hvað er annars klukkan,
hvað líður nóttinni,
hvaS líður varptíð DAUÐANS —
VIII.
Yfir skugga og hljóðnandi dyn
upp úr skál hylsins miðri
rís hinn skœri Tenór. Mynd hans
gýs heitu regni
stökkvandi strengja. Sjá,
honum stígur djúpið til mittis
— Já, vefðu hann votu fangi
meðan vinnst, elfarlygna,
því bak við hann hvelfir víður
baðmur dögunarinnar
brumandi krónu — og fjœr
er söknuður vindanna liðinn
og Pan borinn til skógar
af púkum — þarna á greininni
er sólblómið sprungið út!
— Ó, söngur og vœngir í regninu
20