Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 23
Sprunginn gítar
Ó, söngur fugla í trjóm!
— þar sem sjöstjarnan vex við lœkinr
sjá þeir hvar hann liggur
og drýpur af hári hans og klœðum;
hann snýtir rauðu og grúfir sig
grátandi niður í mosann
yfir gítarinn — sprunga í viðinn,
beggja holund,
horfir við augum fuglanna.
IX.
Reíga lindún —
þú liggur hér óhœgt, veslings barn,
og leikfangið þitt
er brotið — trjám og fuglum
er hulin ráðgáta,
hvað megi stilla þig framar.
En hlustaðu' á mig,
ég tala á lœkjatungu —
hún var töluð á kvöldin
í árdaga skilvindunnar,
löngu áður
en útvarpið kom í heiminn
og þegar ekkert spurðist
af dauðanum; kliður hennar,
reíga lindún,
er Ijúfur sorgbitnu hjarta. —
Já, leikfangið þitt,
það er brotið. En gítarinn stóri,
skógarharpan,
er hún ekki söm og var?
Heyrðu til —
hún ómar þó víst ekki skœrar
en í gcer? Ó, sjáðu
á sólstrengjaörkinni bláu
syngjandi nótur fuglanna!
Angurstefið,
sem hjarta þitt leikur,
það breytir um forteikn bráðum,
barnið gott,
og það er á sínum stað
á örkinni líka.
Ef til vill lœrirðu nokkuð
einmitt af því
um tónana og samhljóminn mikla,
þar sem allt á heima
eins og það kemur og fer,
einnig sorg þín og gleði.
Og viljirðu þekkja
samhengið betur —
biddu þá lœkinn hérna
og blaeinn við kinn þér
að tygja sig og rekja
gátuna miklu
inn í myrkrið; sendu þá,
barnið gott
og bíddu þar til þeir koma
til baka — á meðan
skaltu þurrka af þér tárin.
Já, svona;
nú er þér rórra —
reíga lindún.
X.
Blístrið vaknar í Maríutjaldinu.
Mörkin snýr laufum í suður;
til móts við unga hádegissól
inn í klið þrasta og linda
sveigir það upp með ánni
þangað sem sjöstjarnan vex.
21