Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 25
Vilhjálmur Hjálmarsson
Kennarinn, kona hans
og börn
egar þau voru á dögum, Ólafur Júlíus
Bergsson kennari og Kristjana Guðný
Kristjánsdóttir kona hans, var
efnahagsmálum á íslandi þann veg háttað
að flestir hlutu að láta sér lynda - og þóttust
góðu bættir að eiga til hnífs og skeiðar dag
frá degi. Meðan heilsa og kraftar entust til
starfa, lengra náði það ekki.
En sagt var að sumir ættu sér „óðal innra
fyrir andann“. Það sýnist hafa átt við um
hjónin, bæði tvö. Guðný Kristjánsdóttir átti
glaða og létta lund og æðruleysi sem hvort
tveggja entist henni á langri ævi. Ólafur
Bergsson festi atburði líðandi stundar á
blöð og hann felldi einnig hugsanir sínar í
stuðla þegar svo bar undir. Og brá þá fyrir
sig bæði gamansemi og alvarlegri hugleið-
ingum:
Við Lagarfljót
(Eg kom að fljótinu undan Rangá, og
ætlaði þar norðr yfir á ísi, en það var þá
nýleyst og með jakaburði en ekki farið að
ferja).
Hansvítis állinn er allr -
auðr, - en sé hann mér væðr
veit ég að hinsvegar Hallur
hýsir mig - við erum bræður.
Homgríti' er hvað ég er stuttr,
hvergi' er 'ann stæðr á vaði
og sé að ég fæst ekki fluttr
því ferjan er víst upp á hlaði.
En ef það er ís út á Flóa
aurana tekst mér að spara
því fæturnir fást til að róa
fái þeir skíðin mín bara.
Og ég hef þau enn þá til vara
(því oft er hann fljótur að snjóa)
og sé að á Flóann má fara,
þau fljóta með jafnlítinn spóa.
Og skíðin mín flutu yfir Flóann,
það fór svo að ísskorpan nægði,
en yfir um fór mér að ó' 'ann
þó aftr að norðan mér hægði.
En oftar og harðar er ís þó á reki
í úthafi mannlífs á freyðandi bárum
og sérdeilis strangari þörfin á þreki
ef þreyta skal róðr til strandar með ámm.
Því ekki má gugna né úthella tárum
og ekki' er það hetja - þó veðrinu spilli
sem hættir þá móðlaus að andæfa árum
og eys ekki skipið þó brotsjórinn fylli.
23