Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 26
Múlaþing
Ólafur Bergsson kennari á Héraði - œttaður
norðan úr Öxnadal.
Ljósm. Minjasafn Austurlands
Um höfund kvæðisins
Ólafur Bergsson var lengi kennari á
Austurlandi. Hann var greindur maður, vel
að sér að hætti síns tíma en ekki naut hann
skólagöngu. Hagmæltur var hann, ágætur
skrifari og mun hafa haldið dagbækur árum
saman. Enginn var hann búsýslumaður.
Snyrtimenni í hvívetna. - Um hann segir
svo í Kennaratali:
einnig kennt þá vetur, sem í vantar. B. í
Húsavrk 1892-93, Setbergi í Desjarmýrar-
sókn 1893-94, annars lengstum húsmaður á
ýmsum stöðum á Jökuldal eða Héraði, dó á
Rangá. Börn (með Guðrúnu Guðmundsd.):
Ágúst, f. 18. ágúst 1880, d. 15. maí 1944, b.
í Tungu í Bakkagerðisþorpi. Guðmundur
Júlíus, f. 29. júlí 1888, fór til Ameríku um
aldamótin. K. 29. júlí 1888 Kristjana
Guðný (f. 19. nóv. 1862, d. 2. febr. 1946)
Kristjánsdóttir, vm. á Sleðbrjót, Jökulsár-
hlíð, Sigfússonar, og k.h. Sesselju
Jóhannesd. Börn: Sigurður, f. 27. sept.
1886, drukknaði á Borgarfirði 10. júní
1908. Kristján Bergvin, f. 31. maí 1890, d.
2. des. s. ár. Helga Ingibjörg, f. 29. jan.
1892, á Hafursá í Skógum. Jón, f. 18. apríl
1893, d. 14. júlí 1944, vkm. í Reykjavík.
Berg Ingemann, f. 10. ágúst 1895, vkm.,
Rvík.“
Við þessar upplýsingar má bæta að
móðir Ólafs, Ingibjörg Jónsdóttir, var hálf-
systir Rannveigar Jónasdóttur, móður
Jónasar Hallgrímssonar skálds. Og Guðný
Kristjánsdóttir, kona Ólafs, var af Burstar-
fellsætt, móðir hennar, Sesselja Jóhannes-
dóttir, var komin af Guðlaugu Árnadóttur
og Þórði Björnssyni, er þar bjuggu og sú ætt
er rakin til.
„Ólafur Júlíus Bergsson f. 6. júlí 1854 á
Brekku í Hróarstungu. N.-Múl., d, 13. apríl
1906. For.: B. síðar b. í Efri-Miðbæ í
Norðfirði (f. 2. ágúst 1826, d. 28. okt.
1872), Víglundsson b. á Hallgilsstöðum á
Langanesi, Jónssonar, og k. h. Ingibjörg (f.
19. sept. 1818, d. 3. júní 1902) Jónsd. þá
vm. á Hamri í Svarfaðardal, Þorsteinssonar.
Kenn. í N.-Múl. 1890-91, Valþjófsstaðaprk.
1891-92, Desjarmýrarprk. 1892-93, Jökul-
dal 1895-98 og 1900-01 (einnig í Kirkju-
bæjarprk. 1895-96, Ásprk. 1896-98,
Hlíðarhr. 1900-01). - Hefur sennilega
Hart líf á horfínni öld
Ólafur og Guðný áttu löngum erfitt
uppdráttar. Þau bjuggu í Húsavík austur
1892-93 og á Setbergi í Borgarfirði næsta
fardagaár. Síðan brugðu þau búi og héldu
upp á Hérað. Var Guðný vinnukona í Húsey
og seinna Egilsseli fram til 1896. Helga var
með móður sinni þau misseri. En það ár fór
hún í fóstur að Teigarseli á Jökuldal, þá
fjögurra ára, og dvaldist þar fram um
fermingu. í Kennaratali er Ólafur Bergsson
skráður kennari 1890-1901. En vel má vera
að hann hafi einnig kennt á grónum
24