Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 32
Múlaþing
Á uppdrætti íslands, blað 94, Jökul-
dalsheiði pr. 1944 er höfðinn kallaður Am-
ardalsalda og Arnardalsmúli raninn sem
gengur norðvestur frá höfðanum að ármót-
um Kreppu og Jökulsár. Höfðanafn á miklu
betur við þetta kennileiti en alda. Þá væri
eðlilegra að kenna múlann við höfðann en
raunar klýfur dalverpi hann í tvo múla, og
þann vestari væri eðlilegast að kenna við
Kreppu eða ármótin.
En lítt virðist Sölva hafa gengið að
sækja Amardalsgull í greipar Brúarmanna,
því öllum eignarumráðum hafa þeir haldið
og landamerkin em við þá hestleiðina er
þeim best hentaði. Enda var ekki við neina
veifiskata að eiga, afkomendur Þorsteins
Jökuls, frægustu þjóðsagnarpersónu Jökul-
dals og sem mjög kemur við sögu Amar-
dals. Vom þeir lítt árennilegir viðureignar
ef þeim mislíkaði við menn. Tóku þegjandi
og hljóðalaust að snúa sundur vettlinga
milli handanna og máttu andstæðingamir
þar af vel skilja að næst mundu þeirra háls-
liðir verða sundur snúnir ef þeir létu ekki af
yfirgangi.3 Svona menn þyrftu enn að vera á
þessum slóðum að taka á móti landdrekkj-
endum sunnan af landráðaskaga svo sárlega
brakaði í hverjum þeirra hálsliði. En lík-
legra er þó að Brúarmenn hafi í höndum
haft svo glögg skilríki fyrir sínu landi að
ekki hafi vafi leikið á um landamerkin. Þar
hafa sjálfsagt þrívörðurnar á hestleið þeirri
yfir fjallgarðana sem Sveinn Pálsson fór
1794 ráðið úrslitum um hvaða Brúarveg af
þremur var um að ræða, sem nefndur er í
vitnisburði Möðrudals-Jóns 1532.* 6 Þær eru
vafalaust ævafornir landamerkja-lýrittar,
eins og þrívörðurnar á Skjöldólfsstaðavegi
undir Þrívarðnahálsi í Jökuldalsheiði, en sá
háls er nefndur í sama vitnisburði sem og
Skjöldólfsstaðavegur. Hefur það vissulega
verið mjög skynsamlegt að staðsetja lýrittin
við alfaravegi á slíkum heiða- og fjalla-
slóðum, því þannig myndi þekking á þess-
um þýðingarmiklu löggerningum frekast
viðhaldast um aldur og ævi.
En afnot Möðrudalsstaðar af hálfum
Arnardal, gætu hafa þróast í kaþólskri tíð
vegna þjónustu Möðrudalspresta við kirkju
eða bænhús á Brú og hafi Brúarbændur
goldið prestverkalaunin með því að leyfa
þeim að hafa nytjar af Amardal. Slfkt gat
með tíð og tíma þróast í ítakarétt. Hugsast
gæti að Brúarbænhúsi hafi verið ánafnað
landi eða ítökum vestur í Arnardal og þá er
þeim mun líklegra að Möðrudalsklerkar
fengju nytjar af landi þeirrar stofnunar. En
eftir að kirkjan eða bænhúsið var niðurlagt
og þar með þjónustan úr sögunni hafa Brú-
armenn ef til vill talið forsendur brostnar
fyrir afnotum Möðrudals af dalnum. En allt
eru þetta hreinar getgátur.
í þessu sambandi mætti minnast á Þor-
láksörnefnin við Arnardal.
Vestur við Kreppu í krika er verður
framan undir Arnardalshöfða og hryggjar
þess er gengur suður úr höfðanum meðfram
ánni, eru Þorlákslindir ytri, en hryggurinn
er skorinn sundur af þröngu skarði og um
það falla Þorlákslindir fremri í jökulmóð-
una Kreppu.
Þessi hryggur er kallaður Þorlákslinda-
hryggur af jarðfræðingum. En sunnan við
hann og Kverkfjallaslóð er drjúgmikill
hnúkabálkur, sem höfundur þessa pistils
þykist einhvers staðar hafa séð eða þá heyrt
að héti Þorlákstindar og sjást hæstu kollar
þeirra (820-850 m) frá Möðrudal og lfka
gæti Lónshnúkurinn (852 m) í Krepputungu
verið þar á meðal.
En þetta Þorlákstindanafn er mjög í
óvissu og ekki útilokað að títt nefndur
3Sigfús Sigfússon. íslenskarþjóðsögur og sagnir VII. Bls. 103. Ný útgáfa. Rvík 1986.
6Jón sagðist bamfæddur í Möðrudal og hafa alist þar upp til 19 ára aldurs
30