Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 40
Múlaþing
Dyngja íArnardal. Ljósrn.: SGÞ, 12. ágúst 1994.
norður af kofanum eru allmiklar rústir og á
árbakkanum. Og lengra norður í mýrinni
ein stök rúst, gæti það verið fjárhús eða ef
til vill heygarður. Á hinum rústunum er
vandséð hve mikil bygging hefir verið
þama, en litlu eru þær minni innanmáls en
hinar”. Þannig sagðist Steindóri frá (óbirt
handrit). Nú eru Ytri-Dyngjurústir að verða
horfnar af yfirborði jarðar, og 60 ár síðan
Steindór var á Dyngju. Pálmi getur um
beinahrasl á þessa leið: „Flest voru þau af
álftum og gæsum, en allmikið kvað þó
einnig að kindabeinum og hrossa. Innanum
var aska og viðarkol. Nokkrar netsökkur úr
beini fundum við enn fremur“.
Þegar reist var sumarhús á Kjólsstöðum
í Möðrudalslandi var grafið fyrir staurum.
Upp úr sumum holunum kom talsvert af
beinum og var mikill meirihluti fuglabein.
Þetta gefur til kynna að gæsa- og álftatekja
hafi verið umtalsverð hlunnindi fyrir Fjalla-
búa á fyrri tíð. Þess vegna kemur ekki á
óvart að það sem fyrst er upptalið í lands-
nytjum staðarhaldara Möðmdals af Gríms-
stöðum á Fjalli í oftnefndum vitnisburði
1532 er egg og fugl. Og þarf síst að draga í
efa að slíkt hafi verið eitt af gæðum Amar-
dals.
Árið 1944 byggja Möðrudælingar kofa í
Arnardal á Fremri-Dyngju og standa veggir
hans enn. Þegar grafið var fyrir honum
komu í ljós tvær litlar húsatóttir, aðskildar
af þunnum millivegg með dyrum á. Eld-
stæði var í annarri tóttinni, þeirri stærri og
aska í og við eldstæðið. I hinni, sem var
heldur minni fannst lykill. Vilhjálmur frá
Möðrudal segir að þeir hafi byggt kofa-
veggina á undirstöðum þessara húsa. Grip-
ur sá er í rústinni fannst kölluðu Möðrudæl-
ir jafnan búrlykil Þorsteins Jökuls. Vem-
harður Þorsteinsson, menntaskólakennari,
fékk lykilinn hjá frændum sínum. En hvað
38