Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 41
Arnardalur og gæði hans um hann hefur síðar orðið, veit enginn. Illt var að missa lykilinn Jökulsnaut því hver veit nema upp hefði mátt ljúka með honum hirslum þeim á Dyngju er geyma hina for- vitnilegu sögu Þorsteins Jökuls á þessum slóðum. En saga hans er sér kafli í þessum Arnardalsfræðum. I lýsingu Arnardals í Austra 1887 er nefnt „hreysi“ í hól byggt handa þeim mönnum sem vitja þangað um hesta á vetrardag. í bókinni Á fjalla- og dalaslóðum eftir Pál Guðmundsson frá Rjúpnafelli í Vopnafirði er ágæt lýsing af kofa þessum, en á Dyngju í Arnardal kom hann vorið 1910 eða tveim árum síðar en Daniel Bruun. Er gott að hafa myndskissu D.B. af kofanum til samanburðar við frásögn Páls.: „Við komum á Dyngju, bæjarstæði Þorsteins Jökuls forföður míns. Bjó hann þar í lok fimmtándu aldar og hefur ef til vill verið eini ábúandi þar. Var þar leitar- mannakofi, byggður með kynlegu móti. Hann var svo gerður, að tekin var sem gröf af manni en öllu stærri um sig og um fjögur og hálft fet á dýpt, reft yfir slétt við jörðu og þakið yfir með mold og öðru sem til féllst. Op var á þakinu, svo maður gat smeygt sér þar niður og hlemmur yfir. Var það íburðarlaus bygging. Ef til vill hefur ekki verið svo ónotalegt þarna niðri, trekklaust og lítill raki, því jarðvegur er þar þurr og sendinn. Var þetta skýli ætlað þeim mönn- um sem gengu til hrossa í Amardal. Var siður að færa þangað hesta á haustin af innstu bæjunum á Jökuldalnum og úr Jökuldalsheiðinni. Gengu þeir þar oft meiri hluta vetrar og stundum veturinn út í gegn og fóm vel með sig. Var vitjað um þá af og til og voru það kallaðar hrossagöngur.“ Um eða upp úr aldamótum 1900 byggði Stefán Einarsson í Möðrudal kofa í sama stíl á Alfta- og Fagradal. Em tóftir þeirra enn glöggar vel og góður vitnisburður um þessi hreysi. En ummerki gamla kofans á Dyngju em svo til horfin. Stefán var fæddur á Brú 1848 og ólst þar upp til fullorðinsára, sonur Einars bónda á Brú Einarssonar bónda sama staðar og á Kjólsstöðum á Efra-Fjalli, Einarssonar bónda Jónssonar á Eiríksstöðum og konu hans Sólveigar Þorkelsdóttur heimska á Eiríksstöðum, sem Gunnlaugur „hnappa- strákur“ Arnason elskaði og galt fyrir með lífi sínu 1749. Fyrr var að því vikið í þessu spjalli að í þeim gæðum Arnardals sem Möðrudalsstað tilheyrði, hefði selför getað verið. Ekki munu þó tvennir rústastaðir á Dyngju sanna það að svo hafi verið. En á eitt skal bent sem hugsanlega styrkir þá tilgátu. Á grjót- unum á milli Möðrudals og Arnardals er á nokkuð löngum kafla mikið af vörðubrotum og leiðarmerkjum. Tæpast leikur vafi á því að þessi vegsummerki beri vitni um talsvert mikla umferð frá Möðmdalsbyggðinni fram í Arnardal. Hefur sú leið legið í beina stefnu frá Kjólsstöðum inn í Arnardal fyrir vestan Eggert. Þá er þess líka að geta að mest er vörðukraðakið um það bil sem hálfnuð er leiðin. Trúlegt er að þeir sem önnuðust flutning á selmötunni úr selinu hafi þurft að hvíla klyfjahrossin einhvern- tíma á 25 kílómetra langri leið og taka ofan klyfjar. En það er líklega tímanna tákn á þessum síðustu og bestu tímum að nú eru gæði Arnardals fyrst og fremst metin eftir því hversu mikið jökulskólpvatn rúmast í honum vegna virkjunarmartraða land- drekkjenda. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.