Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 46

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 46
Múlaþing Hreindýrin voru bundin við Fnjóska- dalsafrétt fram að 1822 en það ár var mjög harður vetur á Norðurlandi. Talið var að mörg hreindýr hefði fallið um veturinn en önnur leitað austur á bóginn. Eftir þetta sáust hreindýr aðeins tvisvar svo vitað sé í Fnjóskadal, 1835 og 1855 í Timburvalladal.8 Upp úr þriðja tug 19. aldar voru hrein- dýrin bundin við svæðið norðan og norð- austan Mývatns út Reykjaheiði en komu oft á vetrum niður í Mývatnssveit og Keldu- hverfi. Þessi dýr hafa líklega orðið flest um 1850 en þá var giskað á að allt að 1000 dýr væru á Reykjaheiði. Talið er líklegt að dýrin hafi lagt undir sig Melrakkasléttu, heiðar upp af Þistilfirði og Langanesheiðar á árunum 1830-1840.9 Fjöldi dýra var á Búrfells- og Sléttuheiði fram til 1860.10 Eftir miðja 19. öldina fækkaði dýrunum stöðugt og síðast var aðeins vitað um smá- hóp sem hélt sig við Hágöng norðvestan Kröflu en hann hvarf 1936 og þótti mörgum líklegt að hann hefði rásað í suðaustur og samlagast dýrunum í Múlasýslum.* 11 Árið 1787 var 35 hreindýrum sleppt á land í Vopnafirði og er talið að þeim hafi fjölgað ört. Virðast þau fljótlega hafa fund- ið ákjósalega sumarhaga við norðaustur- jaðar Vatnajökuls en á vetrum leitað út á heiðarnar. Engar heimildir eru til um þau í Vopnafirði frá þessum árum og í lýsingu Hofssóknar frá 1840 segir að þar gangi ekki hreindýr.12 Þegar hreindýmnum fjölgaði dreifðust þau um hálendi Austurlands, um afrétti Jökuldals- og Fljótdalshrepps og um há- lendið upp af Suðurfjörðum allt að Jökulsá í Lóni. Hefur útbreiðsla dýranna verið bundin að mestu við fyrrgreind svæði til þessa dags (sjá mynd hér að framan). Talið er líklegt að þau hafí verið flest um miðja 19. öldina. Eftir það virðist fjöldi dýranna hafa sveiflast allmikið enda vom oft harðir vetur. Nær samfellt góðæri var á Austurlandi árin 1837- 1858 en næstu tólf ár á eftir voru harðindi og stórskaðaveður tíð.13 Sumir töldu að hrein- dýr hefðu stráfallið veturinn 1880-1881 svo að aðeins örfá dýr væm eftir.14 Hreindýra- skyttan Elías Jónsson bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal taldi að hreindýrin hefðu verið flest á Vesturöræfum um 1886 og þá 700- 1000 dýr en um aldamótin aðeins um 150 dýr eftir.15 Á síðasta áratug 19. aldar var talið að allmörg dýr væm á Breiðdalsheiði en þau hurfu rétt fyrir aldamótin.16 Fyrstu áratugi þessarar aldar fjölgaði hreindýmnum lítið og ekki að ráði fyrr en um 1920 og næstu ár og töldu þeir sem best þekktu til að hreindýrin hefðu flest orðið 400-600 á þessum tíma. Árið 1936 töldu Fljótsdælingar sem gengu Kringilsárrana í eftirleit að aðeins væru um 40 dýr eftir.17 í ágúst 1933 ferðaðist Pálmi Hannesson um Kringilsárrana og sá þar um 40 hreindýr og taldi að ekki væru fleiri en 80-100 dýr eftir.18 8Þorvaldur Thoroddsen, 1911. Lýsing íslands II, 457. 9Sami, 459-460. 10Guðmundur Þorsteinsson, 1954. Baðstofuhjal. Tíminn 38 (226), 4-5. 11 Helgi Valtvsson, 1945. Á hreindýrasládum, 129-132. 12Guttormur Þorsteinsson, 1947. Lýsing Hofssóknar í Vopnafirði 1840. Austurland. Safn austfirskra frœða I, 91. 13Halldór Stefánsson, 1952. Þættir úr sögu Austurlands á 19. öld. Austurland. Safn austfirskra frœða IV, 74-78. 14/lIþingislídindi 1927 B, 295-296. 15Bruun, Daniel, 1927. Det öde egne nordfor Vatna-jökull I, 42-43. 16Helgi Valtýsson, 1945. Á hreindýraslúdwn, 136-145. 17Benedikt Gíslason, 1937. Hreindýrin. Framsókn 5(9), 3. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.