Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 50
Múlaþing Eyjólfur Einarsson á Grímslæk í Ölfusi voru taldir mestu hreindýraskyttur þar um slóðir á síðari helmingi 19. aldar og var talið að hvor um sig hefði skotið síst færri hreindýr en Guðmundur Hannesson.26 Sagt er að mesti veiðimaðurinn hafi lagt 70 dýr að velli um ævina.27 A fyrri hluta 19. aldar heimsótti hreindýrahópur Borgfirðinga. Hreppstjóri Reykdæla safnaði þá saman vel ríðandi mönnum með ljái og önnur eggvopn fest á stangir og reið á eftir dýrunum en náði þeim ekki. Byssur og skotföng áttu þá örfáir.28 Er þetta eitt af fáum dæmum um að hreindýr hafi sést utan Reykjanesskagans. Örfáar sagnir eru til um að hreindýr hafi verið drepin seinni part vetrar og nær eingöngu í mestu harðindaárum. Þannig voru 13 dýr skotin í grennd Skjaldarkots á Vatnsleysuströnd felliveturinn 1859, öll að dauða komin.29 Engar sagnir eru til um að menn hafi veitt hreindýr á annan hátt en með skotvopnum á Reykjanesskaga. Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslum Um hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslum á 19. öld hefur Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli ritað gagnmerka grein. Hann skiptir veiðisvæðinu í þrennt: 1. Heiðarnar upp af láglendi Þistilfjarðar og Axarfjarðar, vestur að Jökulsá á Fjöllum, 2. Reykjaheiði og Mývatnsöræfi og 3. Vaðlaheiði og afdalir Fnjóskadals. Voru þá ekki hreindýraveið- arnar stundaðar nema í þeim sveitum sem lágu að bestu veiðisvæðunum. Þó kom það fyrir, ekki síst í hörðum vetrum, að hreindýr komu niður í fleiri sveitir en þær sem lágu næst heiðunum. Voru þau þá drepin misk- unnarlaust.30 I fyrstu fóru hreindýraveiðar þannig fram að menn eltu dýrin uppi í þungri færð og skáru. Oft voru hundar notaðir og voru grimmir veiðihundar eftirsóttir. Veiðiferðir voru famar á skíðum í miklum mjúkum snjó, einkum á haustin eða fyrri hluta vetrar. Stundum tókst veiðimönnunum að koma hreindýrum í stóra skafla eða fanndyngjur og var þá hægt að drepa nokkur dýr í sama áhlaupinu. Á Reykjaheiði var oft reynt að kreppa að dýrunum við djúpar gjár eða jarðföll og kom þá stundum fyrir að þau steyptust fram af og limlestust. Fram- hlaðningar urðu almennt ekki algengir fyrr en á seinasta fjórðungi 19. aldar en við það urðu veiðarnar auðveldari. Hreindýr voru eitthvað skotin allt árið en þó mest á haustin og framan af vetri. Veturinn 1852-1853 voru 100 hreindýr drepin á Sléttu en 50 í Mývatnssveit. Veiðiferðirnar tóku oft marga daga og fengurinn misjafn en hann var fluttur til byggða á hestum.31 Fyrir kom að útlendingar færu á veiðar í Þing- eyjarsýslum. Árið 1880 fór Bretinn Fock á veiðar við lítinn fögnuð alþingismanna með þeim afleiðingum að lögum var breytt 1882 (sjá töflu).32 Fock þessi notaði fyrstur manna riffil við veiðarnar og eftir það fengu nokkrir Þingeyingar sér riffla og þótti það mikill munur.33 Þekktar eru sagnir um að dýrin hafi verið rekin fram af klettum og limlest. Sagt 26Sami, 65-66. 27Árni Óla, 1964. Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga. Grúsk, 155. 28Kristleifur Þorsteinsson, 1944. Hreindýr og hreindýraskyttur. Úr byggðum Borgarfjarðar, 118-120. 29Sami, 121. 30Jóhannes Friðlaugsson, 1933. Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslu á 19. öld. Eimreiðin, 190. 31Sami, 189-194. 32Ólafur Þorvaldsson, 1960. Hreindýrá íslundi, 35-36. Helgi Valtýsson, 1945. Á hreindýraslúðum, 168-169. 33Jóhannes Friðlaugsson, 1933. Hreindýraveiðar í Þingeyjasýslu á 19. öld. Eimreiðin, 190. 48 á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.