Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 51
Hreindýr
Aðalsumarheimkynni hreindýra í Múlasýslum er á
Vesturörœfum vestan Snœfells. Helmingur aust-
firsku hreindýranna gengur þar á sumrin. Hér eru
þau flest norðan í vestari Sauðahnjúk. I hópnum
eru 844 veturgömul og eldri dýr og 393 kálfar,
samtals 1237.
Ljósm.: Il.júií2000, SGÞ.
eystra í hans ungdæmi.36 Halldór Halldórs-
son (1869-1944) bóndi á Haugum í
Skriðdal stundaði hreindýraveiðar og segir
er að 19 dýr hafi verið hrakin
fram af eyjunni í Asbyrgi.
Önnur saga segir frá 30-40 dýr-
um er komu heim að Undirvegg
í Kelduhverfi en hundur komst í
þau og fældi og höfnuðu þau öll
í djúpri gjá, voru þau síðan öll
nýtt.34
Hreindýraveiðar í
Múlasýslum
Engar heimildir eru til um
hreindýraveiðar í Múlasýslum
fram að miðri 19. öld. Er líklegt
að þær hafi verið mjög óveru-
legar en er hreindýrunum fjölg-
aði kvörtuðu bændur undan því
að þau spilltu högum og eyddu
fjallagrösum. Um miðja öldina
voru hreinar réttdræpir sem
óargadýr og um 1860 ákváðu
Fljótsdælir að reyna að smala
hreindýrum til byggða eða í
öruggt áheldi og handsama þau
til búnytja, lifandi eða dauð, en
smölunin mistókst. Síðar reyndu
þeir aftur en án árangurs.35
Bændur á dalabýlum á Suðaust-
urlandi skutu nokkuð af hrein-
dýrum eftir 1890 en skyttur voru
fáar og skotvopn léleg í byrjun.
Taldi Jón Sigfússon að þeir feðgar í Víðidal
hefðu skotið 13 dýr á búskaparárum sínum.
A Breiðdalsöræfum voru hreindýr eitthvað
skotin í lok síðustu aldar en aldrei mörg dýr.
Guðmundur Þorvaldsson (1873-1948) frá
Geitdal var hreindýraskytta á sínum yngri
árum og dró hann mjög í efa að eins mörg
hreindýr hefðu verið drepin og sögur fóru
af. Taldi hann að mjög fáir hafi átt byssur
34Sami, 190-194.
35Helgi Valtýsson, 1945. Á hreindýraslóðum, 150-151.
36Sami, 196-210.
3^Sami, 212.
49