Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 62
Múlaþing
Siglt í Bjamarey, Norðurhöfnframundan og Gullborgin með vitanum. Ljósm. 14. júní 1989. SGÞ.
Hann vantaði flatningsmann. Eg réði mig
hjá honum og fór með konuna og drenginn
út í eyjuna. En af því að húsrúm var of lítið
í skúmum þá urðum við að sofa í kofa sem
stóð ofar á eynni. Það er fljótsagt að þetta
sumar bar ekki til tíðinda í eynni. Þegar
Færeyingar fóra keypti eg bát af einum
þeirra, Guðmundi Jónssyni kaupmanni í
Færeyjum. A bátinn var málað nafn hans,
Neptún.
Skömmu eftir þetta fór Johannssen frá
Vopnafirði. Mér var sagt hann hefði farið
til Noregs. Eg vil geta þess að Johannssen
var einhver sá besti verslunarstjóri sem eg
hef kynnst, ábyggilegur og ráðvandur í öllu,
en nú finnst mér sem þessi verslunarmáti sé
að leggjast niður, það er áreiðanlegheit og
ráðvendni, en við verslun og annað þarf
þetta hvoru tveggja að vera til, ekki síst við
verslun. Þegar Johannssen fór tók við
versluninni Elís Jónsson, kona hans hét
Guðlaug Eiríksdóttir, þeirra hjóna minnist
eg ætíð til góðs. Skömmu eftir að Elís tók
við versluninni, sem þá mun hafa fengið
nafnið Framtíðin, fauk af grunninum fiski-
skúrinn í Bjarnarey. Elís bað mig þá að rífa
skúrinn og hreinsa alla nagla úr timbrinu.
Eg gjörði þetta, tók einn mann mér til
hjálpar og borgaði honum daglaun því eg
tók þetta í ákvæðisvinnu. Ef eg tapaði á
þessu vildi eg ekki að maðurinn biði skaða
við það. A meðan við rifum skúrinn héld-
um við til í fremstu íbúð í sjómannaskúm-
um þar sem íslenska fólkið bjó í áður. Ein-
stöku sinnum heyrði eg bankað mjög hægt
á hurðina en sá ekki hver það var.
Nú ætla eg að lýsa Bjarnarey betur. Hún
heitir Gullbjarnarey. Húsin sem eg hef
áður getið um standa í tanga utan við
Norðurhöfn. Ur tanganum liggur skerja-
garður langt út að háum kletti. Hann heitir
Norðurbarð. Framan við, eða vestan við
höfnina, er breið slétt flúð sem flæðir fyrir.
Eyjan er grasivaxin í kringum skúrana og
innan við þá eru hákarlsgrafir til og frá.
Utan við tangann sem húsin stóðu er vík
sem nær út að nokkuð breiðum klettatanga
við ytri kant eyjarinnar og kallað Þor-
gerðarbarð. Það mun vera nafn Þorgerðar
er eg hef áður getið og mig minnir vera
60