Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 65
Þáttur um Gullbjarnarey
Jón H. Snœdal og fjölskylda. Frá vinstri: Ragnhildur Einarsdóttir Snædal, Oskar Sigurjón, Einar
Benedikt, Þóra Guðný, Helga María og Jón Halldórsson Snœdal. Myndin tekin á Ijósmyndastofu Sveins
Guðnasonar á Eskifirði árið 1931. Eigandi Margrét Óskarsdóttir Eskifirði.
verið neitt hræddur þó barið væri og svo er
eg nú orðinn þessu vanur.“ Meira sagði eg
ekki en þá sneri hún sér frá rúminu og gekk
til dyra en þá vissi eg ekki betur en eg væri
vaknaður og risinn upp til hálfs í rúminu og
sá eg stúlkuna þegar hún var að ljúka upp
hurðinni og lokaði vel á eftir sér en eg var
svo syfjaður að eg sofnaði undir eins aftur.
En svo er að athuga það; ekki gat það verið
þessi litli bróðir sem barði á dyr hjá okkur
Birni Olafssyni, eða okkur föður mínum.
Frá því barið var í fyrra skipti til þess síðara
hafa þá verið liðin milli tíu, tuttugu ár. Það
gat hafa verið stúlkan sjálf en mér þótti
vænt um að stúlkan sagði mér þetta og mun
hún hafa haft grun um að það gæti hún ekki
síðar þó hún vildi. Það var rétt á eftir, eg
man ekki hvort það var næstu nótt, að mig
dreymir að eg vakni við það að Þóra konan
mín fer fram úr rúminu og var í náttkjóln-
um. Eg spyr hana hvert hún sé að fara. Hún
sagðist vera að fara burt: „En hvemig eig-
um við að fara með hann Vilberg,“ segir
hún. „Eg veit það ekki,“ segi eg. Síðan
gekk hún burt og hvarf mér og þóttist eg
vita að eg mundi ekki sjá hana aftur. En
meðan eg hugsa um þetta vakna eg við
mótorskelli. Það var Vopni, bátur frá Fram-
tíðinni sem var að koma upp í
Norðurhöfnina um leið og hann var að fara
í róður og átti að færa mér þau skilaboð að
eg yrði að koma heim svo fljótt sem
mögulegt væri því konan mín lægi veik
heima. Eg fór heim í flýti og varð ekki meir
af úthaldi í Bjarnarey það sumar og aldrei
síðan svo eg viti til. En Þóra dó eftir langa
legu og miklar þjáningar í sjúkrahúsinu á
Vopnafirði og er nú á enda þessi þáttur
minn um Gullbjarnarey.
63