Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 75
Þéttbýli verðurtil
Georg Georgsson héraðslœknir 1900-1933 á Fáskrúðsfirði og kona hans Karen Fabine dóttir Fredriks
Wathne. Myndin er tekin um borð ífranska spítalaskipinu Heilagur Frans frá Assísí.
stundaði hér veiðar, bæði síld og þorsk, en
hafði verslunarstjóra, Jón Stefánsson, son
séra Stefáns Jónssonar á Kolfreyjustað.
Arið 1890 er kominn vísir að þorps-
myndun, nöfn eru komin á húsin þó að þau
séu kannski ekki mjög varanleg. En þau eru
þessi: Carl Guðmundsson er búsettur í
Alfamelseyri með sitt fólk, titlaður borgari.
Þórólfur Vigfússon byggir hús þetta sumar
og setur á stofn veitingasölu og nefndi
húsið „Vingólf1. Sjálfur er hann skráður
gestgjafi. Einar Sigurðsson kemur þetta
sumar frá Merki, sem var býli sunnan tjarð-
ar, með konu sína Vilhelmínu Amadóttur
og tvær ungar dætur og sest að í Brekku,
sagður húsmaður í manntölum.
Jóhanna Jónsdóttir, sem árin áður var í
Hermannskofa, er nú sögð á Mel og hjá
henni er Málfríður Gissurardóttir með
dóttur sína Jóhönnu á fyrsta ári. Jón Skúla-
son er eins og áður í Búðahjáleigu. Núna er
hús Einars Sveinssonar nafngreint, sagt að
heiti Hringur og Einar sagður jámsmiður.
Carl D. Tulinius og Jón Stefánsson eiga nú
ekki heima á Búðaströnd heldur í „Búða-
kaupstað“. Þetta sumar kemur býli nálægt
þar sem nú er Ljósaland sem nefnt er
Einarsstaðir. Þar byggðu Þorkell Þorkels-
son og Guðný Guðmundsdóttir og Erlendur,
bróðir Guðnýjar, og Guðbjörg Bjarnadóttir.
Næsta ár, 1891, eru engin húsnöfn skráð,
hvorki hjá presti né hreppstjóra. En tvö
heimili virðast bætast við; Halldór Stefáns-
son og Soffía Valtýsdóttir eru hjón í
þurrabúð og Jón Guðmundsson og Kristín
Magnúsdóttir „hjón á hrepp í þurrabúð“,
73