Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 76
Múlaþing
Strandferðaskipið Hólar á Fáskrúðsfirði 1911.
skrifar prestur. Næsta ár eru heldur engin
nöfn skráð á húsunum en fólkinu fjölgar
heldur.
Arið 1893 tekur prestur sig á og skráir
húsanöfnin af nákvæmni. Hann byrjar á
Einarsstöðum, þar er sama fólkið. Næst
kemur Gata, nokkuð utar, sunnar eru
Einarsstaðir; þar býr nú Jóhann Þorgríms-
son og er giftur Málfríði Gissurardóttur sem
áður var nefnd á Mel. Þau eiga þá þrjú
börn, yngstur er Karl Pétur, eins árs - Kalli
Jó. Því næst kemur Gilsbakki, skammt utan
við Einarsstaði, þangað er þá kominn Einar
Sigurðsson sem áður var í Brekku. Hjá
honum er vinnumaður, Guðni Einarsson,
með tvær dætur, 14 og 17 ára. Næst kemur
Einar Sveinsson, nú heitir húsið hans ekki
lengur Hringur, nú heitir það Gullbringa.
Eru þar búsett, auk Einars, þau Jón
Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, ásamt
fjórum bömum. Þau voru foreldrar Jóns á
Bergi og Margrétar sem verslaði á Búðum
um tíma. Halldór Stefánsson er nú búinn að
nefna sitt hús Gilstungu. En núna eru þeir
Karl Tullinius og Jóns Stefánsson ekki
lengur í Búðakaupstað, nú eru þeir í Fram-
kaupstað en í sama húsi. I Steinholti og
Vingólfi er sama, nema bara heldur fleira.
Svalbarð er þá komið. Þar býr Sveinn Árna-
son snikkari með konu og fjórum börnum
og vinnukonu að auki.
Karl Guðmundsson á nú ekki lengur
heima á Álftamelseyri heldur „Útkaup-
stað“. Hjá honum eru 12 manns í heimili,
meðal annarra 36 ára assistent, Niels
Liljendahl. Einar Einarsson er búsettur í
Baldurshaga með konu og Sigurði Einars-
syni lausamanni. Geirmundur Ásgeirsson er
á Mel. í Brekku er nú komið nýtt fólk,
Guðmundur Michaelsen, vinnumaður, og
Snjólaug Jónsdóttir, vinnukona, sem síðar
urðu hjón hér á Búðum. Við lok þessa árs
virðist mér að komin séu hér 14 íbúðarhús
sem búið er í allt árið og þá tel ég með húsin
inni í Krókunum og Búðabæinn, íbúatalan
er þá komin í 94 og því sennilega sumstaðar
þröngt setinn bekkurinn.
Misjafnlega virðist hafa aflast úr sjó á
74