Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 78

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 78
Múlaþing Gamla verslunarhúsið kaupir Jón Finn- bogason sem síðast hét Framkaupstaður, heitir nú ekkert hjá presti en hreppstjórinn kallar það Skriðu. Magnús Stefánsson og Björg Jónasdóttir, sem á síðasta ári voru í heimili hjá Halldóri bróður Magnúsar, byggja nú hús sem hjá presti heitir Bjarg en Garður hjá hreppstjóra. Báðir nefna þeir þetta ár hús Guðjóns Guðmundssonar, presturinn kallar það Mel en hreppstjórinn Laufás. Guðmundur Jónsson er nú kominn í nýtt hús sem hreppstjóri kallar Eyrarkrók. Jónas Gíslason, sem árið áður var í Gullbringu, er nú kominn í nýtt hús sem kallað var Skjálfandi. Þetta ár koma líka Stefán Stefánsson og Eyjólfur Wium en ekki tilgreint hvar þeir eiga heima. Nú þegar búið var að flytja Framkaupstaðar- verslun utar í þorpið gat hin verslunin ekki lengur heitið títkaupstaður. En málið er leyst á auðveldan hátt. Carl Guðmundsson á bara heima í Álfavík. En þetta ár er kom- inn nýr faktor, Olgeir Friðgeirsson, svo þar eru sennilega einhverjar breytingar í aðsigi. Þá kemur einnig Einar Jónsson, útlærður skósmiður frá Noregi. Árið 1896 verða nú ekki miklar breyt- ingar en þó korna fram ný nöfn. Stefán Stef- ánsson er korninn í Gilstungu efri en Hall- dór er í Gilstungu. Magnús Stefánsson er farinn frá Bjargi en Vigfús Hallgrímsson er kominn að Bjargi frá Brimnesi. Guðjón á nú heima í Laufási, Jón Finnbogason í Rúst, Carl Guðmundsson er farinn en Olgeir Friðgeirsson enn faktor og er nú í Fram- kaupstað sem varð framtíðarnafn á þeirri verslun. Sigurður Einarsson er í Baldurs- haga nr. 2 en var áður í Baldurshaga. Einar skósmiður er giftur og býr í „Sóla“. Bjarni Sigurðsson, sem hefur kennt börnum hér í Fáskrúðsfirði frá 1892, flytur nú frá Vattar- nesi og inn í þorpið. Einnig kemur þá hing- að Tómas Magnússon nótabassi. Þeir voru giftir systrum, dætrum Eiríks á Vattarnesi. Hús þeirra voru kölluð Bjarnahús og Tómasarhús. Þá virðist Jón Stefánsson vera kominn í eigið hús. Þetta ár er Tangaverslun kölluð títkaupstaður. Guðmundur Jónsson er þetta ár í Króki. Einar Sigurðsson er fluttur frá Gilsbakka en þangað er kominn Jóhann Magnússon og Anna Stefánsdóttir. Einar er nú til heimilis á Jaðri sem virðist vera næsta hús við Skjálfanda sem nú heitir Bræðraborg. Eyjólfur Wium er fyrst sagður eiga heima á Fiskeyri, en svo er strikað yfir það, skrifað Landamót í staðinn. En svo að endingu er skráður R Stangeland, borgari, sem átti svo eftir að koma mjög við sögu hér. Árið 1897 er ekki ár mikilla breytinga. Þá kemur hingað Isak Jónsson og sest að í Rúst nr. 2 en Jón Finnbogason fer aftur að Brimnesgerði. Isak byggir íshús. Austra (30. nóv. 1897) finnst mikið til um fram- takið og segir ís- og frystihús reist á Fá- skrúðsfirði, fjörðurinn oft mjög aflasæll, jafnvel um hávetur. Þetta sumar kemur Peter Stangeland hingað með fjölskyldu sína og sest hér að til frambúðar. Heimili sitt nefnir hann Kobbervík en var síðan oft manna á meðal nefnt Miðkaupstaður í samræmi við hinar verslanirnar. Ennþá hafa menn gaman af að leika sér að nöfnum á húsunum. Guðmundur Jóns- son á nú heima í Vík en bara þetta eina ár. Eyjólfur Wium, sem áður bjó í Landamóti, á nú heima í Vín. Karl Árnason flytur nú frá Merki og yfir í þorp og sest að í sama húsi og Halldór Runólfsson sem heitir því furðulega nafni Concondía. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.