Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 82
Múlaþing Vísur eftir Borgu Arni og Rikka eru hjú upp til Hlíðarfjalla, eiga kú og ágætt bú eða menn svo kalla. Gaman er í góðu veðri að ganga upp á Hlíðarsel. Þó er betra á ball aðfara, búa sig upp á heldur vel. En til kirkju met ég meira, máske það verði fleiri en ég, Bjöggu og Olafs brúðkaup heyra ogfermd verða börnin kristileg. Árni Þórarinsson frá Ormarsstöðum og Eiríka Sigfúsdóttir frá Hóli í Fljótsdal. Bjuggu í Hlíðarseli 1919-1921 en eftir það á Ormarsstöðum II. (Sveitir og jarðir í Múlaþingi I, bls 409). Ólafur Bessason frá Birnufelli og seinni kona hans Björgheiður Pétursdóttir frá Egilsseli. Ólafur bjó á Birnufelli 1900-1954.{Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1, bls 403). V ______________________________________J listaverk. Hún saumaði öll föt sín sjálf og átti saumavél. Hún var ætíð heldur snyrti- lega til fara í hvaða vinnu sem hún gekk og hélt sér lengi til, sem kallað var. Hún var kattþrifin í allri umgengni. Borga fór stundum á Seyðisfjörð á sínum bestu árum. Hún átti fáeinar kindur og gat keypt ýmislegt út á þær. Gaf hún móður sinni jafnan eitthvað þegar heim kom, í kjól eða svuntu. Eins laumaði Borga líka á einhverju sem hún gaf börnum því hún var feikilega barngóð. Ekkert kaup tók Borga nema þessar fáu kindur á fóðri þar sem hún var í vist. Hún átti þó oft fáeinar krónur í buddu sinni. Man ég að hún gerði sér stundum ferð í Egilsstaði á sunnudögum og var erindið að finna Margréti því vinskapur var þeirra á milli. Þar var verslun og keypti hún oft eitthvað smálegt um leið. Borga var ætíð ánægð með lífið, a.m.k. varð ekki annað séð, jafngeðja og spaug- söm og grunnt á gríni, en fór þó vel með það. Ekki var auðvelt að láta Borgu skipta um skap en engin er sú sála til sem ekki getur reiðst og þætti henni gat hún orðið tannhvöss og gaf þá ekkert eftir en þurfti mikið til og sáttfús var hún jafnan. Borga hafði gaman af söng og dansmúsik og fór stundum á böll og dansaði þá. Borgu vitraðis ýmislegt, líklega helst í draumi og trúði á drauma sína og annarra. Aldrei heyrði ég að hún væri skyggn. Gestir komu henni sjaldan að óvöru. Man ég hún sagði stundum á morgnana að hún tryði ekki öðru en að einhver kæmi þann dag. Þó gat það brugðist. í minningunni kemur upp þegar bað- stofan í Refsmýri brann á miðgóu veturinn 1921. Búið var að slökkva eld sem sást í þekjunni snemma um kvöldið og allir vonuðu að tekist hefði að koma í veg fyrir að kviknaði í þekjunni. Vatnið rann eftir baðstofugólfinu. Allir sátu auðum höndum og Borga líka nema hvað hún og móðir mín þerruðu af gólfinu. Borga sat á rúmi sínu hljóð og óvanalega alvörugefin, sagði við okkur krakkana að sig hefði lengi brúað við því að baðstofan í Refsmýri ætti eftir að brenna, þó vonandi yrði það ekki núna, sem fór þó á annan veg. Ný baðstofa var byggð í Refsmýri sumarið eftir og allir tóku gleði sína. Borga átti eftir að vera hjá okkur meðan við vorum í Refsmýri. Hún hafði mikla trú á spá sinni í kaffibolla. Hún var mikil kaffikona, eins og fólk var þá. Henni þótti gaman að gestakomum, þá helst er konur komu, en ekki töfðu þær hana frá verki. Hún fékk þá 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.