Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 85
Þáttur um Vilborgu Einarsdóttur
okkar eftir svo langa samveru. Hugsa að
hún hefði aldrei farið frá okkur ef við
hefðum ekki flutst frá Refsmýri vorið 1923.
Borga réðist í Meðalnes eftir dvölina á
Gíslastöðum til hjónanna Sölva Jónssonar
og Helgu Hallgrímsdóttur, veit ekki hvaða
ár. Nú var Borga komin aftur í Fellin og
lifði sjálfsagt á ánægjunni í hálfa gjöf.
Meðalneshjónin voru henni góð. Hún réði
sínum verkum mest sjálf (þær Helga og
Borga voru bræðradætur) og að sjálfsögðu
var hún liðtæk við tóskapinn að vetrinum,
um engjarakstur hennar veit ég ekki eftir
það.
Sölvi í Meðalnesi andaðist veturinn
1945 og var Borga eftir það með þeim
mæðgum, Helgu og Ólöfu, þar til Ólöf
trúlofaðist Alfreð á Unaósi og þær mæðgur
fluttu þangað. Var þá fokið í flest skjól
gömlu konunnar. tír því rættist þó vel því
að Borga var vel séð af öllum sem þekktu
hana og því þurfti hún enn ekki að flytjast
nema bæjarleið, upp að Miðhúsaseli til
þeirra Guðrúnar Bjargar Ólafsdóttur frá
Birnufelli og Sveins Einarssonar, manns
hennar. Fór nú Borga að fullorðnast mjög
en samt var hún alltaf nokkuð á eftir
árunum með aldurinn.
Sveinn á Miðhúsaseli hélt því fram að
Borga hefði ruglast eitthvað á aldri sínum
framan af ævinni, viljað halda aldrinum í
lágmarki í von um biðil, sem aldrei
kvisaðist neitt um, og sleppt úr einhverjum
árum þess vegna.6
Borga var heppin með húsbændur sem
fyrr. Þau hjón voru bæði frekar léttlynd og
heimilið mannmargt. Sveinn átti bágt með
að sitja á sinni meðfæddu kímnigáfu. Ég
þykist viss um að Sveinn var óþreytandi að
segja Borgu það helsta úr æðaslögum
líðandi stundar og stálminnugur er hann á
sögu löngu liðinna ára sem féll í góðan
jarðveg hjá Borgu er var 50 til 60 árum
eldri. A heimilinu var líka móðir bónda,
Kristbjörg Kristjánsdóttir, hress og góð
kona. Þeim Borgu varð vel til vina, er mér
sagt, svo þeirra vinskapur entist út yfir líf
og dauða. Ég held að Borga hafi sálast fyrr.
Kistur þeirra voru jarðsettar hlið við hlið í
nýja grafreitnum á Ási.
Það má fullyrða að Borga hafi oft verið
búin að biðja þessu fólki á Miðhúsaseli
allrar blessunar. Borga varð fjörgömul,
samkvæmt kirkjubókinni um nírætt er hún
andaðist á Miðhúsaseli 7. júlí 1961.
A þorranum 1991
“Þetta virðist fá stoð í manntölum frá 1920 og 1930 en þar er ritað að hún sé fædd 4. apríl 1874 eða 1875, líklega eftir sögn hennar
sjálfrar.
83