Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 93
Málið á Hrafnkels sögu
þeir Eyvindur voru komnir á vestan-
verða. Þá kenna þeir að Hrafnkell er
í eftirreiðinni og synir hans báðir, og
marga aðra menn kenndu þeir.
Nú verður örstutt hlé á leiðar-
lýsingu meðan förunautar Eyvindar
biðja hann að ríða undan til Aðalbóls,
en hann neitar þverlega. Síðan tekur
við síðasti þáttur í lýsingunni sem ég
hef þegar minnst. Tilvísunin til Hall-
freðar gamla rifjar upp lýsingu í öðr-
um kapítula; hún sýnir að höfundur
hefur þegar í öndverðri frásögn feigð-
arför Eyvindar í huga. Lýsingin hljóð-
ar svo:
Fljótsdalshérað er yfirferðarillt,
grýtt mjög og blautt, en þó riðu þeir
feðgar jafnan hvorir til annarra, því
að gott var ífrœndsemi þeirra. Hallf-
reði þótti sú leið torsótt og leitaði sér
leiðar fyrir ofan fell þau er standa í Fljóts-
dalshéraði; fékk hann þar þurrari leið og
lengri, og heitir þar Hallfreðargata. Þessa
leið fara þeir einir er kunnugastir eru um
Fljótsdalshérað.
Leiðarlýsingar eru miklu rýrari í styttri
gerðinni en í hinni lengri, sem hefur svofellda
lýsingu á austurför Sáms:
Ríða nú hvorirtveggja, og er þeir komu
austur yfir mýrina, komu þeir Sámur á
hraunið; þá er Hrafnkell kominn austur yfir
grjótin, og er hraun þá í milli þeirra. Og er
þeir Sámur riðu yfir grjót, þá bar Hrafnkel
langt undan. Ríða þeir Sámur þá allt að einu
uns þeir koma á heiðarbrúnina.
í styttri gerðinni er öllu þessu sleppt nema
upphafi og endalokum:
Jón Helgason. Úr tímaritinu Skími, 160. árí,1986.
Ríða nú hvorirtveggju allt til þess að
Sámur kemur á heiðarbrúnina.
Landslag
Þau dæmi sem nú hafa verið tínd sýna
einstaka natni við lýsingar á landslagi í lengri
gerð sögunnar. Að því er ég best veit þá
leggur engin önnur íslendinga saga slíka alúð
við staðhætti, enda er hér um að ræða eitt af
sérkennum Hrafnkels sögu í upphaflegri
mynd. Harka og mýkt heiðarinnar koma
glöggt í Ijós, enda er henni lýst bæði að sýnd
og í reynd ríðanda manns; efja er mæld eftir
því hve djúpt hestur liggur í, og þó er hart
undir hófi. Á Norðurlandi köllum við það flá
sem hér heitir 'svarðlaus mýri'. Orðið efja
sem merkir aur, for eða leðju telur Orðabók
Blöndals til austfirsku í slrkri merkingu; orð-
ið kemur einnig fyrir í norskum ömefnun. En
ég hef aldrei heyrt orðið efja á Norðurlandi,
91