Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 95

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 95
Málið á Hrafnkels sögu fyrirbæram. Meðferð á efni verður með ýmsu móti. Hrafnkels saga segir frá manni sem stóð mjög í einvígjum og getur um eitt víg hans og einn bardaga, þar sem margir láta lífið; þó lýsir sagan engu manndrápi. Þessu er öðravísi farið í Njálu, enda beitti höfundur hennar annars konar list og kinokaði sér ekki við að lýsa allmörgum vígum. Vitaskuld er langtum meiri hetjubragur yfir Njálu en Hrajhkels sögu, jafnvel þótt tvær persónur hinnar síðarnefndu dveljist um árabil í Miklagarði. Orðin ein hrökkva ekki til hlítar í því skyni að skapa sér hugmyndir um málið á tiltekinni sögu; hitt er ekki síður mikilvægt að sinna rækilega stöðu orða í setningum, að gera sér grein fyrir því hvernig orðum er skipað saman; tiltekið orð sem má kallast algengt verður gimilegra til fróðleiks þegar það lendir í nábýli við annað orð, einkum ef slík samstaða veldur breytingu á merkingum orða. Hér skal sérstaklega vekja athygli á nokkrum orðtökum sem era alkunn af Stjórn7 og öðrum lærdómsritum: Er þá alls gætt, efþín erf að vita sér einskis ótta vonir;9 allir svara einn vegþ° að njóta hvorki svefits né matar;11 að ofsa sér til vansa,12 að hafa eitthvað í hendi, þar sem andlagið er hugstætt orð.13 Sigurð- ur Nordal bendir réttilega á að nákvæmni sé mikilvægt atriði í stfl lengri gerðar, en þó þykir honum sjálfsagt, eins og þegar var getið, að sú nákvæmni sem birtist í staða- lýsingum hennar stafi af viðbót. Annað sérkenni á sögunni er fjölbreytni í orðalagi. Að hefja búskap heitir 'að setja saman bú', 'gera bú', 'færa bú', 'reisa sér bústað', 'setjast í bú', sbr einnig ’reisa bæ', 'gera sér bæ', og 'færa á burtu bú'. Hér er að vísu ekki um að ræða eindregin samheiti, en merkingarsvið allra í heild er þó svo þröngt að í bók um samheiti myndu þau lenda í einni og sömu grein. Enginn hörgull er á orðum og orðtökum sem merkja niðurlægingu: 'skömm', 'sví- virðing’, 'ósómi', 'læging'; 'fara hneykju', 'fara lægra', 'bíða sneypu'. Erjur eru mikilvægt atriði í sögunni, en um þær er 7Sjá grein mína „Hrafnkels saga og Stjóm.“ Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977 ( Reykjavík 1977), bls. 335-343. ^Ummæli skósveins er hann hvetur Eyvind til að forða sér undan Hrafnkatli og flýja vestur að Aðalbóli. Einnig í Stjórn, 533: „oss þykir alls gætt, ef yðar er.“ og 544: „oss þykir alls gætt, ef þín er.“ ^„Veit eg mér einskis ótta von af reiðum Hrafnkels,“ segir Eyvindur. Sjá Stjórn, 447 „er þeir vissu sér áður engis ótta vonir.“ og 500: „Hann vissi sér engis ótta vonir.“ ^„einn veg svöruðu allir að enginn kvaðst eiga svo gott Sámi upp að gjalda.“ Sjá Stjórn, 577: „En þeir svöruðu allir einn veg.“ og 596: „En höfðingjar og allur lýður svaraði á einn veg hans máli.“ 1 l„og svo mikla áhyggju hafa þeir frændur að þeir njóta hvorki svefns né matar.“ Sjá: „Fékk honum svo mikils að hann lagðist í rekkju af og naut hvoki svefns né matar.“ Stjórn, 660, 12„þú munt sitja kyrr að Leikskála, efþú ofsar þér eigi til vansaf segir Hrafnkell við Sám, sem minnir rækilega á ummæli Alexanders sögu um tvo metnaðarfulla pilta sem töldu sér ekkert of vaxið: „En það varð þeim sem gjamt verður æskunnni að oft verður ofsað til vansa.“ Hér er snilldarlega að orði komist; skarpar andstæður verða með sögnunum að 'ofsa' og 'vansa', enda eru þær leiddar af orðunum of og van. Hæðilegt hefur jafnan þótt ef maður miklast svo mikið að hann minnkist við. 13„[...] svo að hann mun brátt vort mál í hendi hafa,“ segir Sámur, þegar Hrafnkell er sloppinn niður í hérað eftir dráp Eyvindar. Hér er lærður keimur að orðum Sáms. „Þóttust þeir nú fullkomnlega hafa ráð hans í hendi.“ Stjórn 415. „Þóttist þá hafa hans ráð allt í hendi,“ Stjórn 478. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.