Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 98

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 98
Múlaþing Nú þykir mér rétt að staldra ofurlítið við og hyggja um stund að málshættinum Svo ergist hver sem eldist. í fyrsta lagi skal þess getið að auk Hrafnkels sögu og Fœr- eyinga sögu kemur málshátturinn fyrir í tveim öðrum fornritum: Olafs sögu helga og Þorsteins þœtti bæjarmagns. Hér eins og víðar er Fœreyinga saga fyrirmynd Olafs sögu helga og Hrafnkels sögu, en Þorsteins þáttur er óháður hinum þrem. Með því að nú er verið að spjalla um málið á Hrafnkels sögu, þá sakar ekki að geta þess að engin fomsaga hefur haft jafn mikil áhrif á hana og Fœreyinga saga\ mannlýsing Hrafnkels Freysgoða er að verulegu leyti sniðin eftir Þrándi í Götu. í öðm lagi þykir mér rétt að minnast að fyrir ekki ýkja löngu birtist á prenti sú kynlega hugmynd að spakmælið Svo ergist hver sem eldist feli í sér aðdróttun um kyn- villu eða kynbrigði.16 Slík hugmynd er ekki einungis komin undan tungurótum manna sem hefur ekki tekist að finna réttlega undir- stöðu til sagnarinnar að ergjast heldur ber hún einnig vitni um höfund sem mistúlkar Hrafnkels sögu. Samkvæmt þessari skoðun á griðka hér uppi í Fljótsdal að bregða hús- bónda sínum um tilhneigingu sem þótti einhver hin versta sem fyrir mann gat borið, og auk þess á Hrafnkell að hafa tekið brigsl- um vinnukonu sinnar um kynvillu svo bljúgt að hann játar annmarkann á sig: „Vera kann að þú mælir margt helsti satt,“ segir höfðinginn og lætur sér hvergi bregða. En sannleikurinn er sá að orðtakið Svo ergist hver sem eldist felur ekki í sér nein brigsl um þverranda kynmátt heldur merkir það rétt eins og Austfirðingar og aðrir íslendingar hafa skilið málið frá fomu fari: 'Hugrekki manns dignar eftir því sem aldur færist yfir.' Á einum stað í Ólafs sögu helga hefur Valgautur nokkur á takteinum svofelldan orðskvið: „Engan þarf að ugga harðræði afgamals manns“, og er þar vitaskuld um sömu hugmynd að ræða. Þó er hugsanlegt að sögnin að ergjast í máls- hættinum merki að „versna, hrörna“. Þess gætir víðar í nútíma skýringum að menn átta sig ekki til hlítar á merkingum orðanna ragr, argr og ergjast. Sannleikur- inn er sá, rétt eins og kemur glögglega fram í orðabók Johans Fritzners, að í fomum ritum er orðinu ragur beitt í þrennu skyni. Merkingin 'huglaus' er býsna algeng, og sama verður sagt um skilninguna 'kynvillt- ur', en báðar þessar merkingar eru til staðar þar sem orðalag er tvírætt eða tvígilt; svip- uðu máli gegnir um sögnina að ergjast, þótt merking hennar sé ótvíræð í spakmælinu Svo ergist hver sem eldist. I þriðja lagi var lýsingarorðið argur notað í merkingunni 'illur, lélegur', rétt eins og gert var á síðustu öld í setningunni: 'Argasta kot í Helga- fellssveit heitir í Botni.'17 Þegar Þorbjörn kemur til Aðalbóls og biður sonarbóta, svarar Hrafnkell með ræðu sem á sér hvergi sinn líka í Islend- inga sögum. í henni beitir goðinn afsökun- um, iðrun og rausnarlegum boðum, og þar kemst hann svo að orði í lengri gerðinni: „En vér megum þess oft iðrast að vér erum of málgir og sjaldnar mundum vér þess iðrast þótt vér mæltim færra en fleira.“ Hér er á ferðinni tilbrigði við einhvern latneskan málshátt, svo sem þennan: 'Oft hefir mig iðrað að hafa talað, en aldrei að hafa þagað.' Hver einasti skólapiltur hérlendis frá því á elleftu öld og langt fram eftir mun hafa kunnað utan að á latínu setninguna 'Engan sakar að hafa þagað, en ^Preben Meulengracht S0rensen, Norrfint nid (Odense 1980), bls. 23: „Tjenestepigen [...] hentyder til, at Hrafnkell har mistet sin seksuelle potens med alderen ^Þjóðsögur Jóns Árnasonar. II. útg. Árni Böðvarsson og Bjami Vilhjálmsson (Reykjavík 1954), bls. 499. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.