Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 98
Múlaþing
Nú þykir mér rétt að staldra ofurlítið við
og hyggja um stund að málshættinum Svo
ergist hver sem eldist. í fyrsta lagi skal
þess getið að auk Hrafnkels sögu og Fœr-
eyinga sögu kemur málshátturinn fyrir í
tveim öðrum fornritum: Olafs sögu helga og
Þorsteins þœtti bæjarmagns. Hér eins og
víðar er Fœreyinga saga fyrirmynd Olafs
sögu helga og Hrafnkels sögu, en Þorsteins
þáttur er óháður hinum þrem. Með því að nú
er verið að spjalla um málið á Hrafnkels
sögu, þá sakar ekki að geta þess að engin
fomsaga hefur haft jafn mikil áhrif á hana
og Fœreyinga saga\ mannlýsing Hrafnkels
Freysgoða er að verulegu leyti sniðin eftir
Þrándi í Götu.
í öðm lagi þykir mér rétt að minnast að
fyrir ekki ýkja löngu birtist á prenti sú
kynlega hugmynd að spakmælið Svo ergist
hver sem eldist feli í sér aðdróttun um kyn-
villu eða kynbrigði.16 Slík hugmynd er ekki
einungis komin undan tungurótum manna
sem hefur ekki tekist að finna réttlega undir-
stöðu til sagnarinnar að ergjast heldur ber
hún einnig vitni um höfund sem mistúlkar
Hrafnkels sögu. Samkvæmt þessari skoðun
á griðka hér uppi í Fljótsdal að bregða hús-
bónda sínum um tilhneigingu sem þótti
einhver hin versta sem fyrir mann gat borið,
og auk þess á Hrafnkell að hafa tekið brigsl-
um vinnukonu sinnar um kynvillu svo bljúgt
að hann játar annmarkann á sig: „Vera kann
að þú mælir margt helsti satt,“ segir
höfðinginn og lætur sér hvergi bregða. En
sannleikurinn er sá að orðtakið Svo ergist
hver sem eldist felur ekki í sér nein brigsl
um þverranda kynmátt heldur merkir það
rétt eins og Austfirðingar og aðrir
íslendingar hafa skilið málið frá fomu fari:
'Hugrekki manns dignar eftir því sem aldur
færist yfir.' Á einum stað í Ólafs sögu helga
hefur Valgautur nokkur á takteinum
svofelldan orðskvið: „Engan þarf að ugga
harðræði afgamals manns“, og er þar
vitaskuld um sömu hugmynd að ræða. Þó er
hugsanlegt að sögnin að ergjast í máls-
hættinum merki að „versna, hrörna“.
Þess gætir víðar í nútíma skýringum að
menn átta sig ekki til hlítar á merkingum
orðanna ragr, argr og ergjast. Sannleikur-
inn er sá, rétt eins og kemur glögglega fram
í orðabók Johans Fritzners, að í fomum
ritum er orðinu ragur beitt í þrennu skyni.
Merkingin 'huglaus' er býsna algeng, og
sama verður sagt um skilninguna 'kynvillt-
ur', en báðar þessar merkingar eru til staðar
þar sem orðalag er tvírætt eða tvígilt; svip-
uðu máli gegnir um sögnina að ergjast, þótt
merking hennar sé ótvíræð í spakmælinu
Svo ergist hver sem eldist. I þriðja lagi var
lýsingarorðið argur notað í merkingunni
'illur, lélegur', rétt eins og gert var á síðustu
öld í setningunni: 'Argasta kot í Helga-
fellssveit heitir í Botni.'17
Þegar Þorbjörn kemur til Aðalbóls og
biður sonarbóta, svarar Hrafnkell með
ræðu sem á sér hvergi sinn líka í Islend-
inga sögum. í henni beitir goðinn afsökun-
um, iðrun og rausnarlegum boðum, og þar
kemst hann svo að orði í lengri gerðinni:
„En vér megum þess oft iðrast að vér erum
of málgir og sjaldnar mundum vér þess
iðrast þótt vér mæltim færra en fleira.“
Hér er á ferðinni tilbrigði við einhvern
latneskan málshátt, svo sem þennan: 'Oft
hefir mig iðrað að hafa talað, en aldrei að
hafa þagað.' Hver einasti skólapiltur
hérlendis frá því á elleftu öld og langt fram
eftir mun hafa kunnað utan að á latínu
setninguna 'Engan sakar að hafa þagað, en
^Preben Meulengracht S0rensen, Norrfint nid (Odense 1980), bls. 23: „Tjenestepigen [...] hentyder til, at Hrafnkell har mistet sin
seksuelle potens med alderen
^Þjóðsögur Jóns Árnasonar. II. útg. Árni Böðvarsson og Bjami Vilhjálmsson (Reykjavík 1954), bls. 499.
96