Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 99
Málið á Hrafnkels sögu
A slóðum Hrafnkels í Fljótsdal.
Ljósm. SGÞ.
að hafa talað er til miska.' Og í fornri þýð-
ingu hljóðar náskylt spakmæli á þessa
lund: 'Eg iðrumst er eg hefi talað, en ef eg
hefi þagað þá [...] iðrar mig eigi.'18
I styttri gerð Hrafnkels sögu er orðalag
nokkuð frábrugðið, enda virðist málsgrein-
in gegna öðru hlutverki þar en í hinni
lengri: „En við munum oft þessa iðrast er
við erum of málgir, og sjaldnar mundum
við þessa iðrast þó að við mæltim færra en
fleira.“ Þótt mikill ágreiningur sé um eðli
og uppruna Hrafnkels sögu, þá munu allir
skýrendur vera á einu máli um eitt atriði:
þegar hún var skráð gerðu forfeður okkar
skarpan mun á tvítölu og fleirtölu fornafna
í fyrstu og annarri persónu. Nú er það alls-
herjar regla um spakmæli á íslensku eins og
raunar á öðrum tungum að frumlag er ávallt
óákveðið nema setning sé frumlagslaus
með öllu. I lengri gerð er fleirtalan vér
óákveðin í munni Hrafnkels; hún lelur að
vísu í sér Hrafnkel sjálfan, en ekkert verður
staðhæft um hina sem fylla fleirtöluna: Vér
höfðingjar? Vér garpar og vígamenn? En
tvítalan í styttri gerðinni er ákveðin: hún
lýtur að þeim Hrafnkatli og Þorbirni báðum
og engum öðrum. Málsgreinin þar er því
ekki spakmæli, og auk þess er slíkt orð þú
, jafnmenntur mér, og munum við ekki að
því sættast.“ Hér er vitaskuld ekkert að at-
huga við tvítöluna, þar sem Hrafnkell segir
einungis: „Þá munum eg og þú ekki sætt-
ast.“ En um málsgreinina um iðrun og
ofmælgi gegnir allt öðru máli. í fyrsta lagi
er eðlilegt að þar sé beitt spakmæli, og á
hinn bóginn mundi Hrafnkell naumast fara
að gera Þorbjörn jafnmenntan sér með því
móti að láta þá báða iðrast af sömu sökum.
Enginn vafi getur leikið á því að sum
spakmæli Hrafnkels sögu séu af útlendum
rótum runnin, enda draga þau dám af
latneskum fyrirmyndum sínum. Sigurður
' 8Sjá kvcr iriitt Mannfrœði Hrafnkels sögu og frumþœttir (Reykjavík 1988), bls. 121-22.
97