Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 102
Múlaþing eftirminnilegt orðtak í Hrafnkels sögu kemur einnig fyrir í Alexanders sögu en hvergi annars staðar hérlendis að fornu. Þegar Þorbjörn gamli biður Bjarna bróður sinn liðveislu eftir sonarvíg fær hann heldur kuldalegt svar: „En þó að vér stýrim pen- ingum nokkrum þá megum vér eigi ætla oss að deila af kappi við Hrafnkel, og er það satt er mælt er að svinnur er sá er sig kann. Hefir Hrafnkell þá menn í málaferlum lúið að meira bein hafa í hendi haft en vér. Sýnist mér þú vitlítill við hafa orðið er þú hefir svo góður vistum neitað. Vil eg mér hér öngu af skipta.“ Rétt er að minnast þess að spakmælið Svinnur er sá er sig kann er komið úr latínu - [þetta er tilbrigði við heilræðið þekktu sjálfan þig = Nosce teipsum] - og á undan því fer málsháttur- inn Er það satt er mœlt er\ sami háttur en annað orðalag en í ræðu griðku: tveir máls- hættir fylgjast að, og er hinn fyrri hafður í því skyni að kynna hinn síðari. Fyrr á öldum var mikil rækt lögð við að kenna skólapiltum listina að nota málshætti og spakmæli í ræðu jafnt sem riti. Orðtakið að hafa bein í hendi kemur einnig fyrir í Alexanders sögu, eins og ég gaf í skyn áðan. Meðan sú frásögn er enn skammt á veg komin og Daríus lítur svo mikið niður á Alexander að konungi Serklands eru lögð svofelld orð í munn sem höfundur Hrafnkels sögu hefði ekki þurft að skammast sín fyrir: „Mikil skömm að fáir þrælar og fátækir, þeir er ekki bein hafa í hendi, skulu þora rísa móti höfð- ingjum þeim er fyrir eigu að ráða mestum hluta gulls þess er í heiminum er.“ Latn- esku orðin, sem eru fyrirmynd orðtaksins að hafa ekki bein í hendi, merkja einfald- lega 'að skorta efni.' Skipan er á komin Eftir að Hrafnkell er kominn til virðingar austur í Fljótsdal hermist styttri gerð svo frá: Lagði hann land undir alltfyrir austan Lagarfljót. Þessi þinghá varð bróitt miklu meiri og fjölmennari en sú er hann hafði áður haft; hún gekk upp í Skriðudal og upp allt með Lagarfljóti. Var nú skipan á komin á land hans. Maðurinn var miklu vinsœlli en áður; hann hafði hina sömu skapsmuni um gagnsemd og risnu, en miklu var maðurinn nú vinsælli og gæfari og hægri enfyrr að öllu. Hér virðist eitthvað hafa gengið úr skorðum. Undarlegt má það teljast að vin- sælda Hrafnkels er tvívegis getið í svo skömmu máli, greinargerðin um veldi Hrafnkels er heldur óljós, og setninguna „Var nú skipan á komin á land hans“ er óskiljanleg að heita má. Og ekki skánar hún við leiðréttingu frá Konráði Gíslasyni: „Var nú skipan komin á lund hans.“ Miklu bjartara er yfir hliðstæðum spretti í lengri gerð: „og lagði svo undir sig allt fyrir austan Lagarfljót. Þessi þinghá varð skjótt miklu meiri og fjölmennari en sú er hann hafði áður, út til Selfljóts og allt upp um Skriðudal og upp allt með Lagarfljóti. Var nú skipan á komin brátt mikil, að maðurinn var miklu vinsælli en áður. Hrafnkell tók hina sömu skapsmuni um gagnsemd og risnu, en miklu var hann nú gæfri maður en fyrr og hægri að öllu.“ Hér er orðtakinu 'var nú skipan á komin' valið mikilvægt hlutverk; breytingin er fólgin í vinsældum Hrafnkels og ljúfmennsku. Ýmsar málsgreinar í Stjórn eru sambæri- legar við þá sem hefst með orðunum Var nú skipan á komin.21 2lStjóm, bls. 488, 550, 571, 638. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.