Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 103
Andrés B. Björnsson Þáttur af Hallgrími Jónssyni harða Hallgrímur var tæplega meðalmaður á hæð, sívalvaxinn og heldur grann- ur. Hann var dökkhærður með yfir- vararskegg og rytjulegt vangaskegg, hakan klippt eða rökuð. Hann var frekar togin- leitur, þunnur á vanga. Hann var hvorki laglegur í andliti né ólaglegur. Hann var snaggaralegur, með glettni í augum sem lágu djúpt í höfði, smá, dökk og greindarleg undir bogadregnum brúnum. Hallgrímur var kvikur í hreyfingum og léttur í spori, þó smástígur, sem orskaðist af því að hann kól á yngri árum og missti allar tærnar af báð- um fótum. Þá var hann á ferð að vetrarlagi frá Vopnafirði til Héraðs, fór Lambadal að Sleðbrjótsseli í Hlíð. A leiðinni hreppti hann byl með hörkufrosti og hefur máski legið úti að næturlagi. Hann lá lengi í kal- sárum og það var haft á orði hve harður hann var af sér og bar sig vel, einkum þegar hann var sjálfur að skera af sér tærnar, sem hann fleygði í tík sem hann átti og sagði henni að gæða sér á tánum. Þegar hann lá í kalsárunum fékk hann auknefni og var upp frá því kallaður Hallgrímur harði af öllum sem hann þekktu. Auknefnið fylgdi honum til dauðadags og lét hann sér það vel líka. Jón faðir Hallgríms harða var á Fljóts- dalshéraði og kallaður sólargangur. Það auknefni fékk hann vegna þess að hann fór í gönguför að morgni dags í heiðskíru veðri og stefndi á sólina. Hann gekk allan daginn og hafði alltaf stefnu á sólina. Hve vega- lengdin var löng eða hringurinn stór sem Jón gekk þennan umtalaða dag er mér ekki kunnugt. Eg heyrði þessa kímilegu sögu þegar eg var strákur. Hallgrímur átti systur, hún hét Helga og var kölluð Helga sólar- gangs. Helga kom í Borgarfjörð að finna bróður sinn, hún var krampaveik, var ógift og barnlaus. Máski hafa systkinin verið fleiri. Þegar Hallgrímur var ungur maður mun hann hafa átt heima á Uthéraði. Vetur einn var hann fjármaður hjá séra Einari Jónssyni á Kirkjubæ og passaði á beitarhúsum. Klerkur fór einhverju sinni að skoða féð og leggja húskarlinum góð ráð við fjárpössun. Hallgrímur hafði að venju munninn á rétt- um stað. Hann sagði presti að skipta sér ekki af fjármennskunni, hann passaði féð eftir sínu höfði. Hann skyldi láta sér nægja að skoða féð um vorið þegar það væri framgengið. Séra Einar kom ekki aðra ferð á húsin til Hallgríms*. Fyrst þegar eg kynntist Hallgrími harða var eg 10-12 ára. Þá bjó hann á Hrafna- björgum í Hjaltastaðaþinghá með kærustu sinni Guðlaugu Jónsdóttur. Hún var lærð ljósmóðir, átti heima um skeið í Eiðaþinghá í Austfirðingaþáttum Gísla Helgasonar segir að Hallgrímur hafi verið á Rangá hjá Halli Einarssyni en ekki Kirkjubæ þegar þetta gerðist. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.