Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 103
Andrés B. Björnsson
Þáttur af Hallgrími
Jónssyni harða
Hallgrímur var tæplega meðalmaður
á hæð, sívalvaxinn og heldur grann-
ur. Hann var dökkhærður með yfir-
vararskegg og rytjulegt vangaskegg, hakan
klippt eða rökuð. Hann var frekar togin-
leitur, þunnur á vanga. Hann var hvorki
laglegur í andliti né ólaglegur. Hann var
snaggaralegur, með glettni í augum sem
lágu djúpt í höfði, smá, dökk og greindarleg
undir bogadregnum brúnum. Hallgrímur
var kvikur í hreyfingum og léttur í spori, þó
smástígur, sem orskaðist af því að hann kól
á yngri árum og missti allar tærnar af báð-
um fótum. Þá var hann á ferð að vetrarlagi
frá Vopnafirði til Héraðs, fór Lambadal að
Sleðbrjótsseli í Hlíð. A leiðinni hreppti
hann byl með hörkufrosti og hefur máski
legið úti að næturlagi. Hann lá lengi í kal-
sárum og það var haft á orði hve harður
hann var af sér og bar sig vel, einkum þegar
hann var sjálfur að skera af sér tærnar, sem
hann fleygði í tík sem hann átti og sagði
henni að gæða sér á tánum. Þegar hann lá í
kalsárunum fékk hann auknefni og var upp
frá því kallaður Hallgrímur harði af öllum
sem hann þekktu. Auknefnið fylgdi honum
til dauðadags og lét hann sér það vel líka.
Jón faðir Hallgríms harða var á Fljóts-
dalshéraði og kallaður sólargangur. Það
auknefni fékk hann vegna þess að hann fór
í gönguför að morgni dags í heiðskíru veðri
og stefndi á sólina. Hann gekk allan daginn
og hafði alltaf stefnu á sólina. Hve vega-
lengdin var löng eða hringurinn stór sem
Jón gekk þennan umtalaða dag er mér ekki
kunnugt. Eg heyrði þessa kímilegu sögu
þegar eg var strákur. Hallgrímur átti systur,
hún hét Helga og var kölluð Helga sólar-
gangs. Helga kom í Borgarfjörð að finna
bróður sinn, hún var krampaveik, var ógift
og barnlaus. Máski hafa systkinin verið
fleiri.
Þegar Hallgrímur var ungur maður mun
hann hafa átt heima á Uthéraði. Vetur einn
var hann fjármaður hjá séra Einari Jónssyni
á Kirkjubæ og passaði á beitarhúsum.
Klerkur fór einhverju sinni að skoða féð og
leggja húskarlinum góð ráð við fjárpössun.
Hallgrímur hafði að venju munninn á rétt-
um stað. Hann sagði presti að skipta sér
ekki af fjármennskunni, hann passaði féð
eftir sínu höfði. Hann skyldi láta sér nægja
að skoða féð um vorið þegar það væri
framgengið. Séra Einar kom ekki aðra ferð
á húsin til Hallgríms*.
Fyrst þegar eg kynntist Hallgrími harða
var eg 10-12 ára. Þá bjó hann á Hrafna-
björgum í Hjaltastaðaþinghá með kærustu
sinni Guðlaugu Jónsdóttur. Hún var lærð
ljósmóðir, átti heima um skeið í Eiðaþinghá
í Austfirðingaþáttum Gísla Helgasonar segir að Hallgrímur hafi verið á Rangá hjá Halli Einarssyni en ekki Kirkjubæ þegar þetta gerðist.
101