Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 106

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 106
Múlaþing hámuðu í sig bitþara. Hallgrímur er eini bóndi sem eg veit um að hafi beitt kúm á sjávarflúðir. Þó var þetta æðilangt að fara með kýrnar út að sjó í Breiðuvík. Hallgrímur var á undan sinni samtíð að grafa súrheysgryfjur og verka súrhey, átta til tíu árum á undan öðrum bændum í Borgarfirði. Fyrsta árið verkaðist heyið vel hjá honum. Sumarið á eftir setti hann töðu í sömu gryfju og fyllti gryfjuna eins og fyrra sumarið. Því næst kastaði hann þurr- heyi ofan á í gryfjuna og þakti heyið með torfi. Um veturinn reyndist þurrheyið vel en súrheyið undir varð ónýtt. Þetta sagði hann mér sjálfur. Hallgrímur tók hross til göngu yfir veturinn og máski að sumri til líka. Ein- hverjar krónur fékk hann fyrir hagagöngu á hestum þessum. Einn vetur kom hann í Nes að biðja pabba að kaupa af sér fallega kú, hann sæi fram á heyþrot nema hann fækkaði í fjósi. Mig minnir þetta vera á góu. Pabbi fór með honum suður í Breiðuvík og kom með kúna til baka. Þetta var stór og falleg kýr en mjólkaði illa. Hallgrímur átti byssu þegar hann var í Breiðuvík, gamlan framhlaðning, og skaut rjúpur og sjófugla. Eitt sinn þegar hann skaut úr byssunni sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðinum að vísifingur og langatöng tættust af honum og auk þess eitthvað af þumalfingri á vinstri hendinni. Þetta var mikið svöðusár og stórt áfall fyrir hann og heimili hans. Þetta átti sér stað seinnihluta vetrar í harðasta tíðarfari. Ekki var þá læknir á Borgarfirði og varð að safna mönnum og fara með hann á sleða upp í Hjartarstaði til Jóns Jónssonar læknis.6 Þegar komið var með hann þangað var að byrja blóðeitrun í sárinu með óþolandi kvölum, svo miklum að Hallgrímur hélst ekki við í rúminu, heldur gekk um gólf alla nóttina og söng og trallaði danslag. Daginn eftir var farið með hann upp á Brekku- spítala til Jónasar Kristjánssonar læknis. Hann skar í höndina og gat komist fyrir eitrun sem komin var í hana. Hallgrímur var á Brekku einhverjar vikur meðan sárið var að gróa. Baugfingur og litlifingur á sömu hendi krepptu næstum í lófa. Þó gat hann srneygt hrífuskafti og fleiru þess háttar undir fingurna, svo að höndin varð honum ekki ónýt með öllu eða hann óvinnufær. Nokkrum árum seinna fór hægri höndin að verða máttlítil og visna upp að úlnlið og varð dauð og máttlaus og mun hafa orðið tilfinningalítil eða tilfinningalaus. Hall- grímur var að reyna að slá með orfi eftir að hann var orðinn örkumlamaður en áður var minnst á tærnar sem kól af honum. Hann gat þó smeygt efri orfhælnum undir krepptu fingurna sem áður sagði en fyrir hægri höndina bjó hann til mjúkan hanka við neðri hælinn þar sem hann smeygði hægri hendinni í gegn og hafði um úlnlið. Með þessu útbúnaði gat hann slegið dálítið. Á seinni árum fór að blása út og bólgna annað eyrað á Hallgrími og gekk hann með það þannig einhver ár án þess að ígerð myndaðist. Ekki var Hallgrímur að barma sér yfir örkumlum sínum - ekki aldeilis. Hann sagði að þó allt annað færi af sínum líkama, þá bilaði kjafturinn aldrei, hann yrði alltaf á sínum rétta stað og gerði sitt gagn. Guðlaug og Finna unnu mest að hey- skapnum eftir að Hallgrímur varð handlama á báðum höndum en skepnur þeirra voru mjög fáar eftir að þau fluttu í Hvannstóð. Einn vetur lagði snjó þannig að jarðlaust varð á Hólalandi en jörð í Hvannstóði. 6 Hann var héraðslæknir í Hróarstunguhéraði 1906-1908 og sat á Hjartarstöðum, kallaður Jón pína. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.