Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 107
Þáttur af Hallgrími harða
Hallgrímur og Guðlaug fluttu frá Hraftmbjörgum 1906 í Breiðuvík. Þar bjuggu þau til 1912. Hoift
norður yfir Breiðuvík 27. júlí 1996. Ljósm.: SGÞ
Sigurjón Bjarnason bjó þá á Hólalandi.
Stutt er á milli bæja og fljótfarið þegar
Fjarðaráin, sem fellur á milli bæjanna, er á
haldi. Sigurjón sá að hagar voru í Hvann-
stóði og fer og finnur Hallgrím og biður
hann um að lofa sér að beita í Hvannstóðs-
land. Hallgrímur tók vel í það að hann beiti
inn fyrir ána en eitt setji hann upp og það sé
það að hann gefi ekki hey þá daga sem hann
beiti þangað. Sigurjóni þótti þetta furðulegt
skilyrði að mega ekki fleygja heystrái í
kindurnar ef með þurfi. En Hallgrímur
segir að svo gott beitiland sé í Hvannstóði
að óþarfi sé að gefa með beitinni, það sé
bara til að eyða heyi í óþarfa og ekki
viðeigandi þar sem Sigurjón telji sig hey-
kortan. Þeir enda svo mál sitt að Sigurjón
rekur féð á beit í Hvannstóð og gaf ekki
heystrá þá daga sem hann beitti þangað en
þakkaði Hallgrími góð ráð og beitiland.
Árið 1919 flutti Hallgrímur frá Hvann-
stóði, og þær Guðlaug og Guðfinna auðvit-
að líka, út að Bakkagerði. Hallgrímur seldi
sinn hluta í jörðinni Benedikt Jónassyni á
Vestdalseyrinni við Seyðisfjörð. Um þessar
mundir trúlofaðist Guðfinna Hallgrími
Ólafssyni. Tengdafeðgarnir bjuggu saman
á Bakkagerði, en ekki lengi áður en þau
fluttust öll til Seyðisfjarðar.
Eftir að þau fluttust þangað hélt Hall-
grímur harði sínum vanahætti áfram með
ferðalög. Einn vetur í góðu og björtu veðri
leggur hann land undir fót á leið til
Loðmundarfjarðar yfir Hjálmardalsheiði að
finna Loðmfirðinga. Hann átti stóran hund,
svartan og fallegan, og hafði svo mikið
dálæti á hundinum að hann skildi hann
aldrei við sig, og hundurinn fylgdi honum
hvert sem hann fór. Þessi hundur var
útlendur að kyni í aðra ætt, undan franska
Leo Óla á Glettinganesi.
Hallgrímur lagði einn á heiðina með
105