Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 109
Þáttur af Hallgrími harða
Eftir að Hallgrímur harði varð lasburða gamalmenni var hann fluttur á sveit sína í Tunguhreppi frá
Seyðisfirði. Horft ofan í Seyðisfjörð 20. október 1995. Ljósm.: SGÞ.
reið yfir mikill sviptivindur. Hann tók harða
hattinn af Hallgrími harða, skrúfaði hann
hátt í loft í marga hringi með stefnu á sjó út,
og hann hefur ekki sést síðan, eflaust ekki
komið niður fyrr en úti á rúmsjó. Eg tók
rauðan stóran vasaklút og batt í skýlu á
Hallgrím. „Já, já, skítt og helvíti að missa
hattinn“, hvein í eigandanum.
Við hentum böggunum á Naddagils-
barm í eina hrúgu, allir höfðu víst nóg með
sig í því ofsaveðri sem skollið var á af
norðri. Við Sigfinnur kvöddum í flýti.
Ekki orðaði Jakob fimm krónurnar og
aldrei síðar, enda tók eg aldrei greiðslu fyrir
fylgd yfir Skriður, þó með einni undan-
tekningu; tók einu sinni við fimm krónum
af Stefáni í Klúku þegar hann sagðist
fleygja þeim ella. Eg vissi að hann mundi
standa við það.
Þetta var í síðasta sinn sem eg sá
blessaðan karlinn, Hallgrím harða - þegar
ég kvaddi hann á Naddagilsbarminum með
rauðan vasaklút í skýlu í brjáluðum norðan-
byl, og Guðmund hef ég ekki séð síðan það
eg man. Þeir ferðafélagar hafa sjálfsagt gist
í Njarðvík en okkur Sigfinni skilaði vel
undan veðrinu til baka.
Ég ætla að skjóta hér inn í svolitlu
framhaldi þessarar ferðasögu, enda þótt það
snerti ekki beinlínis Hallgrím harða. Eg
vildi að Sigfinnur gisti hjá mér en hann
vildi það ekki, sagði að fólk hans yrði hrætt
um hann ef hann kæmi ekki heim um
kvöldið. Næst þegar eg hitti Sigfinn spurði
eg hann hvernig honum hefði gengið heim í
veðurofsanum um kvöldið. Hann sagði að
veðrið hefði borið sig, bara þurft að bera til
fæturna. Hann hefði ætlað að taka beint
strik á Bakkagerði en sá ekki glóru frá sér
fyrr en hann rakst á kindakofa efst á Bakka-
túni og ef hann hefði ekki hitt á þennan
kofa, sem hann þekkti, þá hefði hann lent
eitthvað og eitthvað inn á sveit. Hann var
orðinn villtur en rétti sig af við kofann og
náði því heim um kvöldið.
Þegar eg kom í bæinn var kona mín
107