Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 121
Minningabrot í tveiniur þáttum fyrir utan hinn skammsýna markaða baug.“ Tíminn leið eins og örskot og við vorum komin á áfangastað fyrr en varði. Við stigum af baki skammt innan við samkomuhúsið. I laut þar höfðum við reiðtygi okkar og einnig skiptum við um föt og snyrtum okkur til. Þó var það oftar að við fórum á prestssetrið til að búa okkur. Margt fólk var komið á undan okkur eftir hestahópnum að dæma, sem dreifði sér um móana skammt frá samkomuhúsinu. Aður en samkoman byrjaði var gengið í kirkjuna, en hún var stutt frá samkomu- húsinu. Við gengum heim traðirnar. Fólk gekk í smáhópum á undan okkur. Nú var byrjað að hringja kirkjuklukkum staðarins og fólk var farið að tínast inn í kirkjuna. Surnir komu úr íbúðarhúsi prestsins. Á messudögum var þar hver krókur þétt- skipaður kirkjugestum. Var öllum ljúft að leggja þangað leið sína, bæði virka daga og helga. Kirkjan var þéttskipuð fólki svo öll sæti voru setin. Meira að segja var kirkju- loftið fullt af fólki. Þegar lokið var við að syngja fyrsta sálminn kom hópur af utansveitarfólki inn. Stóð það frammi við dyr. Meðhjálparinn reyndi að útvega þeim sæti en nokkrir stóðu þar samt út messuna. Ég leit á fólkið sem inn kom, - ókunn andlit. I hópnum var kona í upphlut. Mér varð starsýnt á þessa fallegu konu sem kom hingað til að skemmta sér eins og við. Þegar dansinn hófst dansaði ég við vin minn, Fólk á tröppum gamla samkomuhússins á Stöðulbarði. Ljósm.: Aðalheiður Vilbergsdóttir. Ur:Breiðdœlu hinni nýju. fullorðinn mann, sem sagði mér hverjir hinir ókunnu voru. Hann sagðist vita allt um fallegu konuna en þar var ást í meinum. Já, það er nú svo að þetta er hið sterka afl. En eins og oft gerist var hamingjan hverful í þessu sambandi. Ræðan hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni var ekki mjög löng. Hann mun hafa skilið hina ungu kynslóð sem þráði að skemmta sér þennan dag. Að endingu var sunginn sálmurinn Faðir andanna og þá hljómaði rödd prestsins okkar með og eins tóku margir undir frammi í kirkjunni. Þegar meðhjálparinn hafði lesið bænina byrjaði kirkjuspilarinn að leika mars á meðan fólkið gekk úr kirkjunni. Nú var gengið til samkomuhússins sem var búið að opna. Nokkrar konur voru tekn- ar til starfa í eldhúsinu. Sjá mátti mann með skjólu að sækja vatn því ekki var vatns- leiðsla í húsinu. Við sem vorum yngri kom- um lítið þar nálægt. Starfið sem þarna lá að baki hvfldi á herðum þeirra eldri. Ekki var 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.