Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 121
Minningabrot í tveiniur þáttum
fyrir utan hinn
skammsýna
markaða baug.“
Tíminn leið
eins og örskot og
við vorum komin
á áfangastað fyrr
en varði. Við
stigum af baki
skammt innan við
samkomuhúsið. I
laut þar höfðum
við reiðtygi okkar
og einnig skiptum
við um föt og
snyrtum okkur til.
Þó var það oftar
að við fórum á prestssetrið til að búa okkur.
Margt fólk var komið á undan okkur eftir
hestahópnum að dæma, sem dreifði sér um
móana skammt frá samkomuhúsinu.
Aður en samkoman byrjaði var gengið í
kirkjuna, en hún var stutt frá samkomu-
húsinu. Við gengum heim traðirnar. Fólk
gekk í smáhópum á undan okkur. Nú var
byrjað að hringja kirkjuklukkum staðarins
og fólk var farið að tínast inn í kirkjuna.
Surnir komu úr íbúðarhúsi prestsins. Á
messudögum var þar hver krókur þétt-
skipaður kirkjugestum. Var öllum ljúft að
leggja þangað leið sína, bæði virka daga og
helga. Kirkjan var þéttskipuð fólki svo öll
sæti voru setin. Meira að segja var kirkju-
loftið fullt af fólki. Þegar lokið var við að
syngja fyrsta sálminn kom hópur af
utansveitarfólki inn. Stóð það frammi við
dyr. Meðhjálparinn reyndi að útvega þeim
sæti en nokkrir stóðu þar samt út messuna.
Ég leit á fólkið sem inn kom, - ókunn andlit.
I hópnum var kona í upphlut. Mér varð
starsýnt á þessa fallegu konu sem kom
hingað til að skemmta sér eins og við. Þegar
dansinn hófst dansaði ég við vin minn,
Fólk á tröppum gamla samkomuhússins á
Stöðulbarði. Ljósm.: Aðalheiður Vilbergsdóttir.
Ur:Breiðdœlu hinni nýju.
fullorðinn mann, sem sagði mér hverjir
hinir ókunnu voru. Hann sagðist vita allt
um fallegu konuna en þar var ást í meinum.
Já, það er nú svo að þetta er hið sterka afl.
En eins og oft gerist var hamingjan hverful
í þessu sambandi.
Ræðan hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni var
ekki mjög löng. Hann mun hafa skilið hina
ungu kynslóð sem þráði að skemmta sér
þennan dag. Að endingu var sunginn
sálmurinn Faðir andanna og þá hljómaði
rödd prestsins okkar með og eins tóku
margir undir frammi í kirkjunni. Þegar
meðhjálparinn hafði lesið bænina byrjaði
kirkjuspilarinn að leika mars á meðan
fólkið gekk úr kirkjunni.
Nú var gengið til samkomuhússins sem
var búið að opna. Nokkrar konur voru tekn-
ar til starfa í eldhúsinu. Sjá mátti mann með
skjólu að sækja vatn því ekki var vatns-
leiðsla í húsinu. Við sem vorum yngri kom-
um lítið þar nálægt. Starfið sem þarna lá að
baki hvfldi á herðum þeirra eldri. Ekki var
119