Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Qupperneq 126

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Qupperneq 126
Múlaþing Magnús Arngrímsson Galtastöðum ytri, Másseli, Eyjaseli og Hólmatungu. Ljósm. Eyjólfur Jónsson. Héraðskjalasafn Austfirðinga 97-70-2279. eins og vant var í húsin til þess að gefa fénu. Þá var klukkan rúmlega níu. Uti var sótsvartur norðanbylur og hörkufrost. Lagði ég leið mína fyrst að Stefánshúsunum og lauk verkum þar. Þá var mér ljóst að ég mundi ekki ná til Hringhússins í þessu aftakaveðri. Ákvað ég þá að sleppa því. En Langhúsið var það skammt frá að ég vildi reyna að komast þangað og það tókst mér. Eftir að hafa lokið verkum í Langhúsinu fór ég að hugsa ráð mitt um heimferðina. Veðrið var alveg óskaplegt og ófærðin eftir því. Eg ákvað þó að freista þess að ná heim til bæjar. Tók ég þá tréreku í hönd. Það þótti löngum gott að hafa þær með í slíkum ferðum og bregða þeim upp til þess að skýla andlitinu fyrir hríðinni. Lagði ég svo af stað heim og taldi mig nokkuð öruggan með að ná heim til bæjar. Bæði var það að leiðin var ekki löng, svo hitt að ég var þarna þaulkunnugur, enda uppalinn á Galta- stöðum ytri. Einhvern veginn fór það svo að ég fann ekki bæinn að þessu sinni. Ég þóttist vita að gangan væri orðin óeðlilega löng, þrátt fyrir ófærðina og veðurofsann. Ég sneri því við og gerði tilraun til þess að finna Lang- húsið aftur en fljótlega sá ég þó að það mundi ekki takast, nema þá fyrir hreina tilviljun. Hugsaði ég nú ráð mitt og taldi réttast að fara sem skemmst því ég hlaut þó að vera mjög skammt frá bænum. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að grafa mig í fönn eða láta skefla yfir mig þar sem ég var kominn. Og það gerði ég með aðstoð rek- unnar. Þá mun klukkan hafa verið nálægt tvö um daginn. Svo var hríðin hörð að ekki voru tiltök að gera sér snjóhús heldur gróf ég aðeins holu og lét svo fenna yfir mig. Heldur þótti mér þröngt um í fönninni því að hríðin lamdi snjóinn svo þétt saman. Ég notaði rekuna til þess að halda opnu gati upp úr fönninni og reyndi alltaf að hafa frjálst um handleggina svo að ég gæti haldið gatinu opnu. Hafði ég því nægjan- legt andrúmsloft en fætumir festust svo að þá gat ég varla eða ekki hreyft. Leið svo af dagurinn og kvöldið kom. Enn var sama stórhríðin og hélst hún alla næstu nótt. Af og til rak ég rekuna upp um gatið og fann þá vel hvað veðrið tók í rekublaðið. Ég mun hafa smádottað þegar leið á nóttu en aldrei lengur í einu en eins og fuglsblundur væri. Þegar kom fram undir hádegi næsta dag fann ég með rekunni að veður var tekið að lægja. Fór ég þá að stækka gatið á snjó- gröfinni en þá var snjórinn svo samanþjapp- aður að fótum mínum að ég gat ekki hreyft þá. Samt tókst mér að brjóta ofan af mér snjóþekjuna enda var hún ekki þykk. Gat ég þá risið þannig upp að höfuð og herðar komust úr fönninni en fætumir vom fastir. Veður var nú að ganga niður og sá ég heim 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.