Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 140
Mulaþing
Guðrún Guðnadóttir, Lilja Sverrisdóttir, Mekkín Guðnadóttir, Þórunn Þórólfsdóttir, Guðrún Þórólfsdóttir,
Þórarinn Guðnason, Anna Guðnadóttir, Anna Þorvarðardóttir, Jóhann Andrésson, Einar Steindórsson,
Sólveig Guðnadóttir og Anna Einarsdóttir. Ljósm.: OK. Mynd í eigu Önnu Þorvarðardóttur.
3-400 ára ættarseta í Vöðlavík
Það heyrði ég þegar ég fór að tala við
niðja Oddnýjar Andrésdóttur að á meðal
þeirra lifir sú sögn að sama ættin hafi búið í
Vöðlavík í 3-400 ár.
Eg ákvað að gera tilraun til að sannreyna
þessa sögn. Ættarsetan frá Andrési og
Sólveigu á Vöðlum var auðrakin óslitin í
Vöðlavík frá því um 1780 til þess að síðasti
bærinn í „Víkinni“, Kirkjuból, fór í eyði, en
Jón Vigfússon og Svanhildur Stefánsdóttir
fluttu þaðan að Hólmum í Reyðarfirði 18.
júlí 1968.
Hér kom fram fyrr að ég tel að Solveig
hafi verið dóttir hjónanna sem bjuggu á
Karlsstöðum 1762, en þau hétu Jón
Jónsson, fæddur 1728, og Rannveig Guð-
brandsdóttir fædd 1715.
Föðurnafn Rannveigar vekur eftirtekt.
Guðbrandsnafn var ekki ýkja algengt hér
austanlands. Það vill hins vegar svo til að
við manntalið 1703 þá býr á Krossanesi við
Reyðarfjörð ekkjan Solveig Guðbrands-
dóttir 40 ára, meðal hjúa hennar eru 3
Guðbrandsbörn sem líklegt er að séu
systkini hennar. Þau heita Þorgrímur 21 árs,
Guðrún 24 ára og Sigurveig 33 ára. Á
Karlsskála býr Magnús Finnbogason, kona
hans er Þuríður Guðbrandsdóttir 41 árs.
Oddný Guðbrandsdóttir 17 ára er vinnu-
kona á Helgustöðum. Á Hólmum er
Ingveldur Guðbrandsdóttir 30 ára vinnu-
kona. Þá er á meðal ómaga sem ekki eru
með ákveðið heimilisfesti Ásný Guð-
brandsdóttir 29 ára. Ættir Austfirðinga telja
þessi Guðbrandsbörn flest börn Guðbrands
Þorgrímssonar sem búið hafi í Reyðarfirði
um miðja 17. öld. Faðir Rannveigar á að
vera í manntalinu 1703, ekki get ég þó bent
á með neinum góðum rökum hver Guð-
brandanna sem þar eru nefndir er faðir
Rannveigar á Karlsstöðum. Eg tel hins
vegar mjög líklegt að Rannveig hafi verið
barnabarn einhvers þeirra Guðbrandsbama
sem nefnd eru í Reyðarfjarðarhreppi 1703.
Það eru þess vegna góðar líkur á að þessi
ætt hafi búið í Reyðarfirði frá a.m.k. um
1600 til 1968 eða í nærfellt 400 ár eins og
ættarsagnir herma.
138