Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 140

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 140
Mulaþing Guðrún Guðnadóttir, Lilja Sverrisdóttir, Mekkín Guðnadóttir, Þórunn Þórólfsdóttir, Guðrún Þórólfsdóttir, Þórarinn Guðnason, Anna Guðnadóttir, Anna Þorvarðardóttir, Jóhann Andrésson, Einar Steindórsson, Sólveig Guðnadóttir og Anna Einarsdóttir. Ljósm.: OK. Mynd í eigu Önnu Þorvarðardóttur. 3-400 ára ættarseta í Vöðlavík Það heyrði ég þegar ég fór að tala við niðja Oddnýjar Andrésdóttur að á meðal þeirra lifir sú sögn að sama ættin hafi búið í Vöðlavík í 3-400 ár. Eg ákvað að gera tilraun til að sannreyna þessa sögn. Ættarsetan frá Andrési og Sólveigu á Vöðlum var auðrakin óslitin í Vöðlavík frá því um 1780 til þess að síðasti bærinn í „Víkinni“, Kirkjuból, fór í eyði, en Jón Vigfússon og Svanhildur Stefánsdóttir fluttu þaðan að Hólmum í Reyðarfirði 18. júlí 1968. Hér kom fram fyrr að ég tel að Solveig hafi verið dóttir hjónanna sem bjuggu á Karlsstöðum 1762, en þau hétu Jón Jónsson, fæddur 1728, og Rannveig Guð- brandsdóttir fædd 1715. Föðurnafn Rannveigar vekur eftirtekt. Guðbrandsnafn var ekki ýkja algengt hér austanlands. Það vill hins vegar svo til að við manntalið 1703 þá býr á Krossanesi við Reyðarfjörð ekkjan Solveig Guðbrands- dóttir 40 ára, meðal hjúa hennar eru 3 Guðbrandsbörn sem líklegt er að séu systkini hennar. Þau heita Þorgrímur 21 árs, Guðrún 24 ára og Sigurveig 33 ára. Á Karlsskála býr Magnús Finnbogason, kona hans er Þuríður Guðbrandsdóttir 41 árs. Oddný Guðbrandsdóttir 17 ára er vinnu- kona á Helgustöðum. Á Hólmum er Ingveldur Guðbrandsdóttir 30 ára vinnu- kona. Þá er á meðal ómaga sem ekki eru með ákveðið heimilisfesti Ásný Guð- brandsdóttir 29 ára. Ættir Austfirðinga telja þessi Guðbrandsbörn flest börn Guðbrands Þorgrímssonar sem búið hafi í Reyðarfirði um miðja 17. öld. Faðir Rannveigar á að vera í manntalinu 1703, ekki get ég þó bent á með neinum góðum rökum hver Guð- brandanna sem þar eru nefndir er faðir Rannveigar á Karlsstöðum. Eg tel hins vegar mjög líklegt að Rannveig hafi verið barnabarn einhvers þeirra Guðbrandsbama sem nefnd eru í Reyðarfjarðarhreppi 1703. Það eru þess vegna góðar líkur á að þessi ætt hafi búið í Reyðarfirði frá a.m.k. um 1600 til 1968 eða í nærfellt 400 ár eins og ættarsagnir herma. 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.