Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 145
Börnin á Vaðbrekku
í Hrafnkelsdal á þessu tímabili.
Líklega hefur Ólöf andast um 1775 frá
ungum börnum, sem verða talin hér:
Pétur, f. um 1762, lést í Þorskagerði
1784 og var þá 22 ára.
Guðný, (9980) f. um 1768. Giftist
Runólfi (2438) Bjarnasyni á Svínafelli en
síðar á Surtsstöðum. Meðal afkomenda
þeirra var Runólfur Hannesson í Böð-
varsdal í Vopnafirði. Rakið þannig, Guðný -
Steinunn - Hannes - Runólfur.
Halldór (9981) f. á Vaðbrekku um 1773
og er sennilega fyrsta barn, sem fæðst hefur
í Hrafnkelsdal á síðari öldum. Var vinnu-
maður á Torfastöðum í Hlíð um 1800 og bjó
þar síðar.
Síðari kona Péturs Guðmundssonar hét
Gyðríður og munu þau hafa gifst um 1776.
Verða börn þeirra talin hér: (hún mun hafa
verið Kolbeinsdóttir).
Ingunn, f. á Vaðbrekku um 1777 (9982).
Virðist hafa fermst í Hofteigskirkju árið
1791. Er á Kolfreyjustað 1801. Átti soninn
Runólf (9983). Hann bjó síðar á Þernunesi
við Reyðarfjörð og á afkomendur.
Ólöf (9984) f. á Vaðbrekku um 1778.
Giftist ekki en átti soninnn Ólaf Sæmunds-
son. Hún var á Teigi í Vopnafirði 1801. Þau
mæðginin fluttust norður á Langanes 1826.
Sesselja F. á Þorskagerði 1783. Er í
manntali 1816 á Sörlastöðum í Seyðisfirði,
sögð 33 ára. Er skráð ferrnd í Hofteigi 1800
(18 ára) og er vinnukona á Hákonarstöðum,
19 ára 1801. Hefur líklega alist þar upp.
Pétur og Gyðríður virðast hafa flust að
Þorskagerði og reist þar úr auðn árið 1779.
Áreiðanlega hefur Hans Wíum látið Pétur
hafa það jarðnæði. Þorskagerði er í Rana,
sem var eign Skriðuklausturs. Elsta bam
Péturs lést í Þorskagerði 1784 í miðjum
Móðuharðindum og um það leyti hafa þau
yfirgefið býlið og farið þaðan slypp og
snauð. Pétur varð til þess að reisa úr auðn
á tveimur stöðum í Jökuldalshreppi en hitti
á erfiðustu ár í sögu þjóðarinnar í seinna
skiptið. Tókst þar dapurlega til.
Pétur og Gyðríður eru bæði skráð í
Njarðvík hjá Gísla Halldórssyni árið 1790
en eftir það er Pétur ekki skráður með
henni. Hún er í Njarðvík fram til 1810 og í
Æ. Au. er hún sögð hafa látist þar. Hún er
sögð Pétursdóttir í Æ. Au. en í sóknar-
mannatali öll tuttugu árin og í aðalmanntali
1801 er hún sögð Kolbeinsdóttir og er það
líklega réttara.
Árið 1801 í aðalmanntali er Pétur
skráður „reppens fattiglem“ á Hallgeirs-
stöðum í Hlíð. í Ættum Austfirðinga er
hann sagður hafa látist á níræðisaldri hjá
Halldóri syni sínurn á Torfastöðum.
B) Magnús og Járngerður á Vaðbrekku.
Hjónin Magnús (11161) f. um 1755 og
Járngerður Jónsdóttir f. um 1750 komu úr
Fljótsdal að Vaðbrekku árið 1779, strax eftir
brottför Péturs og Gyðríðar. I sóknar-
mannatalinu í mars 1783 eiga þau tvo
drengi, Jón fjögra ára og Hannes tveggja
ára. í manntali 1816 eru þeir sagðir fæddir á
Vaðbrekku. Þar er líka Guðrún (11160)
Finnbogadóttir, móðir bónda og dætur
hennar tvær, Kristín 13 ára og Sigríður 9ára,
Jónsdætur og hálfsystur Magnúsar. Guðrún
var tvígift og hétu báðir menn hennar Jón. I
janúar 1785 er hún á Hóli í Fljótsdal með
Sigríði hjá Einari syni sínum (11172). Hann
bjó síðar lengi í Hrafnsgerði í Fellum og átti
mörg börn.
Byggð hófst á Aðalbóli ekki síðar en
1782 og síðan var Vaðbrekka ekki lengur
einangruð í Hrafnkelsdal. Næstu fimm ár
eru bæir þar ekki skráðir í sóknarmannatali.
í apríl 1784 vantar alla bæi austan Jökulsár
í Fljótsdal en í janúar 1785 eru allir bæir
Fljótsdals í manntalinu. Næstu þrjú ár
vantar alveg í manntalið. Magnús og
143