Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 150
Múlaþing
Minnismerki um Jóhann Magnús Bjarnason í
Fellum.
staði 1806 og ólst þar upp. Var vinnumaður
á Eiríksstöðum rnörg ár áður en hann
byggði upp á Hneflaseli. Fékkst nokkuð við
dýraveiðar í boga.
3. Páll, f.á Sturluflöt 11. mars 1806, telst
með fósturbörnum á Vaðbrekku
4. Andrés (1387) f. 19. des. 1807 á
Sturluflöt. Er með foreldrum til 1816 en var
í fóstri hjá frændfólkinu í Hnefilsdal fram
til 1825. Þá varð hann vinnumaður á Vað-
brekku tvö ár en hóf búskap í Hnefilsdal
1830. Þá kom þangað Helga (101379)
Þorleifsdóttir frá Skógargerði í Fellum.
Giftust þau og áttu soninn Bjarna. Helga
lést 1851. Ari síðar kom til Andrésar
Guðlaug Jónsdóttir frá Gautavík í Berufirði.
Þau giftust en fluttust að Meðalnesi í Fell-
um árið 1854. Eignuðust þau tvo drengi,
annar dó á 1. ári en hinn hét Jón, sagður 9
ára í manntali 1860 en dó 12. apríl um
veturinn. Andrés lést 24. júní um vorið og
ári síðar fluttist Guðlaug aftur að Gautavík
ásamt fósturdóttur sinni Guðlaugu Gísla-
dóttur, reynslunni og sorginni ríkari eftir 10
ára dvöl á Héraði.
Bjarni Andrésson bjó í Meðalnesi fram
að 1869, svo eitt ár á Setbergi. Fluttist að
Fljótsbakka í Eiðaþinghá, og þaðan til
Ameríku 1875. Kona hans var Kristbjörg
Magnúsdóttir frá Birnufelli. Þau áttu sex
börn, fjögur dóu ung en hin tvö fóru vestur.
Sonur þeirra, Jóhann Magnús var höfundur
mai'gra ævintýrasagna, sem hann ritaði á
góðri íslensku (Brasilíufararnir, í Rauðár-
dalnum, Vornætur á Elgsheiðum, Eiríkur
Hansson). Dóttir þeirra Anna, giftist vestra
en lést úr blóðnösum missiri eftir gifting-
una.
5. Guðný, f. 4. maí 1809 á Glúmsstöð-
um. Fór þriggja ára í fóstur til Eiríks
(10292) Jónssonar og Sólrúnar (6993)
Jónsdóttur á Þorgerðarstöðum. Er þar
samfleytt til ársins 1851. Hún eignaðist þar
son Guðmund Jónsson. Hann dó 19 ára
1845 og var talinn fósturbarn hjónanna.
Guðný er á skrá um innflutta í Hofteigssókn
1851 en finnst hvergi eftir það. Hefur
líklega látist fljótlega eftir að hún kom á
Jökuldal. Þess má geta, að eyður eru í
bókum Hofteigskirkju á þessu tímabili.
6. Guðmundur (1381), f. 29 sept. 1810
á Glúmsstöðum. Var með foreldrum sínum
á Hóli en fór í Þorgerðarstaði, þegar þau
fluttust til Jökuldals. Er í Hjarðarhga á
Jökuldal 1824 og vinnumaður á Vaðbrekku
1833-1834. Er á Eiríksstöðum 1835 og
„vinnur fyrir föður sínum“ þar. Kvæntist
frænku sinni Þorbjörgu Jónsdóttur á
Vaðbrekku. (sjá kaflann um hana).
7. Vigfús f. 11. sept.1813 á Hóli. Finnst
ekki í kirkjubókum eftir skírn.
8. Vigfús (1386) f. í Hjarðarhaga 12 des.
1817. Ólst upp í Hnefilsdal hjá Magnúsi
móðurbróður sínum og Sigríði Jónsdóttur
frá Vaðbrekku. Er þar fram yfir 1840,
148