Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 152
Múlaþing
Pétur Hávarðsson við járnbrautavinnu í Ameríku (lengst til vinstri). Úr myndas. Páls Benediktssonar.
Solveig, sem giftist Jóni Guðmundssyni
frænda sínum. Bjuggu þau fyrst í Bratta-
gerði en svo á Aðalbóli (sjá síðar). Jón
sonur Þorsteins og Sigríðar var þekktur
hreindýraveiðimaður og verður getið síðar.
Eftir lát Einars giftist Guðrún Sveini
Þorsteinssyni á Egilsstöðum. Hann var
ekkjumaður og gekk hún börnum hans í
móður stað. Hún lést um 1863. Guðrún
yngri, systir hennar varð þá ráðskona hjá
Sveini nokkur ár, þangað til hann giftist í
þriðja sinn. Hann fór með fjölskylduna til
Ameríku.
2. Sigríður (2101 )f. 1. des. 1795, giftist
Magnúsi (1372) Guðmundssyni frá
Glúmsstöðum. Bjuggu þar fyrst en síðar
lengi í Hnefilsdal og þar lést Sigríður 17.
jún. 1863. Guðmundur (1373) sonur þeirra
bjó lengi í Hnefilsdal og lést þar 74 ára
1893. Hávarður, (1374) bróðir hans bjó á
Gauksstöðum. Allir afkomendur hans fóru
til Ameríku, nema Sigvarður sonarsonur
hans, sem neitaði að fara. Hann bjó síðan
lengi á Brú og þar búa afkomendur hans
enn. Þessir Hnefilsdalsmenn voru efnaðir,
góðir bændur og bestu fjármenn, stilltir og
þægilegir en þóttu eigi mjög örlátir, segir í
Ættum Austfirðinga.
3. Guðrún yngri, (2081) f. 13. sept.
1798, giftist Magnúsi Einarssyni (13039),
sem ólst upp á Kleif í Fljótsdal hjá Sigríði
móðursystur Guðrúnar. Bjuggu fyrst á
Brekku en fluttust að Nesi í Loðmundarfirði
1832. Eru á Sævarenda 1845. Þaðan fluttist
Guðrún eftir lát Magnúsar 1854 að
Egilsstöðum í Fljótsdal til Guðrúnar eldri,
systur sinnar og er skráð þar „bústýra“
nokkur ár eftir lát hennar. Eftir 1870
dvaldist hún hjá Sigríði, dóttur sinni í
Hamborg og Geitagerði en lést hjá henni í
Meðalnesi í Fellum árið 1883.
Börn Guðrúnar yngri og Magnúsar voru
sex: Jón (2082), sem bjó á Kleif í Fljótsdal.
A marga afkomendur og nefnast þeir
150