Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 153
Börnin á Vaðbrekku
stundum Kleifarætt. Höfundur þessara
samantekta er einn þeirra og má þar e.t.v.
finna einn hvatann að verkinu; Sölvi (2084),
bjó fyrst á Grunnavatni í Jökuldalsheiði,
svo eitt ár í Klausturseli en fór til Norður-
lands eftir Öskjugosið 1875 og bjó í Kaup-
angi í Eyjafirði. Atti sex dætur, sem flestar
bjuggu fyrir norðan; Ólafur (2084), bjó
lengi í Mjóanesi og átti 10 börn, sem af er
kominn stór ættbálkur; Solveig (2089), bjó
víða en lengst í Heiðarseli í Jökuldalsheiði.
Atti þrjú börn, tvö þeirra fóru til Ameríku
en hið þriðja var Jóhann Frímann Jónsson
tóvinnustjóri á Ormarsstöðum í Fellum. Á
marga afkomendur; Sigríður (2097), bjó í
Hamborg, Geitagerði og Meðalnesi, átti
einn son, Magnús, sem fór til Ameríku með
stóra fjölskyldu; Katrín (2100), fór til
Ameríku með böm sín tvö eftir lát manns síns.
4. Elísabet (2102), f. 4. maí 1808, bjó á
Vaðbrekku og var tvígift. Fyrri maður
hennar var Guðmundur (20) Jónsson. Hann
lést árið 1834. Síðari maður hennar var
Oddur (1575) frá Brú, f. 5. sept. 1826
Þorsteinsson. Heimilið á Vaðbrekku var
fjölmennt, þótt þau væru barnlaus, því
fósturbörn þeirra urðu sex auk fólks, sem
hjá þeim var um skemmri tíma. En vorið
1871 höfðu þau bústaðaskipti við ábúanda á
Arnórsstöðum, ekkjuna Kristínu Sigfús-
dóttur, sem var upprunnin úr Fljótsdal.
Maður hennar Benedikt Gunnarsson lést
28. júlí 1868. Þessir flutningar virðast
undarleg ráðabreytni, nema Oddur hafi
viljað komast nær kaupstað og hin fjöl-
skyldan nær átthögum í Fljótsdal. Meira en
helmingi styttra var á hestum frá Arnórs-
stöðum til Vopnafjarðar en frá Vaðbrekku til
Eskifjarðar eða Seyðisfjarðar. En náttúran
Jóhann Frímann Jónsson og Arnbjörg Andrés-
dóttir Kjerúlf.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 98-60-1195.
151