Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 154

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 154
Múlaþing Elísabet Jónsdóttir Andréssonar á Vaðbrekku. Ljósm.: Nicoline Weywadt er stundum harðleikin á íslandi og vorið 1875 hörfuðu Oddur og Elísabet „undan öskunni" til Vopnafjarðar. Þau áttu þó eftir að koma aftur í Hrafnkelsdal. Aðalmanntal 1880 sýnir þau á Aðalbóli í tvíbýli við Jón Guðmundsson fósturson sinn og systurson Elísabetar. Hann fluttist þangað frá Brattagerði vorið 1877. Oddur og Elísabet fluttust að Klausturseli vorið 1883. Þar lést hún fjórum árum síðar. Oddur bjó áfram uns hann lést sumarið 1895. Ein af fósturdætrunum var þar ráðskona. Er gerð grein fyrir fósturbörnunum síðar. Þau létu sín börn heita eftir fósturforeldrunum. Einkum voru margar stúlkur sem hlutu nafnið Elísabet. 5. Kristín (2103) f. 1811, var á Vaðbrekku fram yfir tvítugt. Var vinnukona hjá Sigríði systur sinni í Hnefilsdal frá 1833-1848. Giftist Bergi (4047) Hallssyni frá Hryggstekk í Skriðdal. Þau voru á Gauksstöðum frá 1848 og fram yfir 1850 en á Skjöldólfsstöðum 1855-1856. Höfðu ekki sjálfstæðan búskap. Um 1860 voru þau á Veturhúsum í Jökuldalsheiði hjá Birni Gíslasyni bónda þar og fluttust með fjöldkyldu hans að Grímsstöðum á Fjöllum vorið 1861. Bergur taldist vinnumaður en Kristín „sjálfrar sín.“ Hann lést í júní 1866 en Kristín dvaldist áfram á Grímsstöðum. Fjölskyldan fluttist að Hauksstöðum í Vopnafirði sumarið 1871 og þaðan til Ameríku árið 1879. Kristín fluttist með þeim, sögð „próventukona.“ Réðst í það að hverfa yfir hafið. Hefur líklega haft gott lag á börnunum í fjölskyldunni. Þau voru mörg og mannvænleg en sum ung. (Æ.Au. bls. 3076). 6. Þorbjörg (2104) f. 19. des. 1813, giftist Guðmundi Guðmundssyni (1382) frænda sínum árið 1838. Þau voru bræðra- börn. Bjuggu fyrst á Hákonarstöðum en svo í Brattagerði í Rana frá 1853. Þau áttu fjögur börn. Dæturnar voru þrjár. Sú elsta var vangefin og lést um þrítugt. Hinar hétu Elísabet og Guðrún Margrét. Sonurinn hét Jón og ólst upp á Vaðbrekku hjá Elísabetu móðursystur sinni (sjá síðar). Þorbjörg lést 21. febrúar 1863. Guðmundur bjó áfram með dætrum sínum til 1870 en þá kom Jón sonur hans í Brattagerði frá Vaðbrekku, tók við búskapnum og kvæntist Solveigu (1993) Þorsteinsdóttur frændkonu sinni, sem áður var nefnd. Fluttust í Aðalból 1877. Guðmundur var í Brattagerði árið 1870- 1871, líklega til að sjá um vangefnu dótturina. Hún lést árið eftir. Þá fór hann til Elísabetar dóttur sinnar á Veturhúsum í Jökuldalsheiði og fluttist með henni þegar fjölskyldan „hörfaði undan öskunni“ að Aslaugarstöðum í Vopnafirði vorið 1875. Maður Elísabetar hét Páll Vigfússon. Fóru til Ameríku 1876 með böm sín þrjú. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.