Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 157
Börnin á Vaðbrekku
(1841) Bjarnadóttur frá Staffelli. Oddur
Þorsteinsson og Elísabet Sesselja voru
bræðrabörn. Hún fór með þeim til
Vopnafjarðar 1875, giftist þar Jóni Jónssyni
í Hraunfelli og fór með honum til Ameríku
1880. Oddný Elísabet hét dóttir þeirra eftir
fósturforeldrum móður sinnar.
3. Pétur Snorrason f. 1864 var frá
Fossgerði á Jökuldal. Foreldrar hans voru
Snorri Guðmundsson bóndi þar og
Ragnhildur Sveinsdóttir frá Bessastöðum.
Var með fósturforeldrum frá bernsku
gegnum alla þeirra flutninga en fór til
Ameríku frá Klausturseli árið 1893. Kona
hans hét Agnes Elísabet Jónsdóttir og sonur
þeirra Oddur Elías eftir foreldrum föður
síns. Hann var í 16. deild Kanadahers í fyrri
heimsstyrjöldinni.
4. Elísabet (1384) Guðmundsdóttir, f.
1851 var dóttir Solveigar Einarsdóttur, sem
var fósturdóttir Jóns og Solveigar á
Vaðbrekku og því systurdóttir Elísabetar
húsfreyju. Maður Solveigar Einarsdóttur
var Guðmundur Jónsson, sem var á
Vaðbrekku á æskuárum og jafnvel nefndur
fósturbarn í kirkjubók. Þau fóru í hús-
mennsku að Brattagerði og þar dó Guð-
mundur. Elísabet fór þá í fóstur að Vað-
brekku og ólst þar upp. Fór með fóstur-
foreldrum að Arnórsstöðum 1871 og giftist
þar Sigurjóni Svanlaugssyni. Fóru til
Ameríku 1875 sumarið eftir Dyngjufjalla-
gosið. Áttu þau þá unga dóttur, sem hét
Elísabet.
5. Mekkín Torfadóttir, f. 2. júní 1843,
ólst hún upp með Oddi og Elísabetu frá
frumbernsku. Kristrún Sveinsdóttir og hún
voru bræðradætur. Guðmundur fyrri maður
Elísabetar var föðurbróðir beggja. Foreldrar
Mekkínar bjuggu á Fossvöllum og móðirin
dó frá telpunni kornungri. Mekkín fór til
Ameríku með manni sínum Jóni Jónssyni
árið 1875. Hann var úr Hálssókn.
Elísabet Jónsdóttir frá Aðalbóli dóttir Sólveigar
og Jóns Björnssonar, dó í Þingmúla.
Atelier Fotografi
Jón Guðmundsson (1383) f. um 1843,
ólst upp á Vaðbrekku frá frumbernsku.
Foreldrarnir voru bræðrabörn, hjónin í
Brattagerði í Rana, Guðmundur Guð-
mundsson Andréssonar og Þorbjörg Jóns-
dóttir Andréssonar frá Vaðbrekku. Jón kom
í Brattagerði og tók við búskap af föður
sínum 1870. Þá kom líka Solveig (1993)
Þorsteinsdóttir f. um 1846, frá Glúms-
stöðum með ársgamla dóttur, Önnu
Solveigu Guðjónsdóttur. Móðir Solveigar
var Sigríður dóttir Guðrúnar eldri
Jónsdóttur frá Vaðbrekku. Jón og Solveig
giftust 15. okt. 1872. Dóttir þeirra var skírð
Elísabet (f. 20. sept. 1873) eftir fóstru Jóns
en ömmusystur Solveigar. Þau eignuðust
dreng sem dó kornungur. Hann hét
Aðalsteinn.
Jón og Solveig bjuggu í Brattagerði
155