Jökull - 01.12.1984, Síða 157
eldarnir sáust frá Lunansholti á Landi var talið að
gosið væri í Vatnajökli og þá helst í honum
norðaustanverðum (Morgunblaðið, 288. tbl.,
Dagur, 49. tbl., Islendingur, 53. tbl.). Jóhannes
Áskelsson (1936) taldi að ef gosið hefði á annað
borð þá væri það í suðvesturhluta Vatnajökuls en
Ólafur Jónsson (1945) telur að gosið hafi í Dyng-
juhálsi eða í jökulbrúninni suður af honum og
telur raunar að gosið hafi verið undanfari Grím-
svatnagossins í mars-apríl 1934.
Einhverra hluta vegna, hefur mönnum láðst að
setja út á landabréf þau mið, sem fengust á
eldinn. Fjögur allnákvæm mið eru nú þekkt:
1. frá Víðikeri yfir Trölladyngju vestanverða.
2. frá Svartárkoti yfir Þríhyrning.
3. frá Skútustöðum skammt vestan Sellanda-
fjalls.
4. frá Lunansholti milli Valahnúks og Valafells.
Á 1. mynd eru miðin sett út á kort. Þessi fjögur
mið benda á stað 11-12 km norður af Svíahnúk,
skammt austan við sigketilinn, sem myndaðist í
Skeiðarárhlaupinu 1938 (Sigurður Pórarinsson,
1974). Miðið, sem Húsavík gefur upp, var eilítið
vestar en hásuður, en það gefur stefnu vestan til í
miðja Grímsvatnaöskjuna og því ekki langt frá
hinum. Miðin frá Akureyri eru aftur ógleggri.
Bjarmi er ýmist sagður vera í suðurátt af Súlum
eða í suðausturátt frá Akureyri, og þá yfir Garðs-
árdal og fjöllunum sunnan hans. í seinna tilvikinu
getur verið að landslagið villi fyrir. T. d. er sagt,
að hinn 6. desember hafi sést bjarmi yfir Garðsár-
dal sem hækkaði og lækkaði á víxl. Þegar hann
var sem hæstur bjarmaði yfir fjöllin sunnan
Garðsárdal. Bjarminn gæti hafa sýnst austar en
hann í rauninni var þar sem honum brá ekki yfir
fjöllin sunnan Garðsárdals nema þegar hann var
mestur. En stefnan yfir Staðabyggðarfjöllin sunn-
an Garðsárdals er einmitt á Grímsvötn.
Hvers vegna gleymdist gosið 1933?
Eins og að ofan greinir er hvergi minnst á þetta
gos nema í grein Jóhannesar Áskelssonar (1936)
um Grímsvatnagosið 1934 og bók Ólafs Jóns-
sonar (1945) um Ódáðahraun, utan þess sem í
dagblöðum er. Sigurður Þórarinsson (1974) víkur
ekki einu orði að því og verður að álíta að hann
hafi ekki talið þetta Grímsvatnagos, en í grein
Sigurðar Þórarinssonar og Kristjáns Sæmunds-
sonar (1979) er aftur á móti getið um gos í
Vatnajökli 1933 en staðsetning talin óviss. Eftir
viðtöl við Kára og Sverri Tryggvasyni frá Víðikeri
og Gunnbjörn Egilsson, þá virðist sem mestur
vindur hafi verið úr mönnum eftir ferð Steinþórs
Sigurðssonar og sumir jafnvel verið vantrúaðir að
þetta væri eldgos, þó þeir hefðu í raun enga aðra
haldbæra skýringu. Sverrir og Gunnbjörn eru þó
ekki í neinum vafa um að þetta hafi verið eldgos,
en ekki eldingaveður. Ég tel ástæðuna fyrir því að
gosið var kraftlítið og annað stærra hófst um
mánaðarmótin mars-apríl 1934 sem skyggði á.
Gosið í hnotskurn
Gosið hefur ef til vill hafist 28. eða 29. nóvem-
ber en ekki náð að brjótast upp úr jöklinum fyrr
en upp úr hádegi hinn 30. nóvember og virðist
eldur vaka allan þann dag og fram á kvöld þ. 1.
desember. Dregið hefur niður í gosinu að ein-
hverju leyti 2. desember en það virðist hafa sótt í sig veðrið 5. og 6. desember, en síðast sást til elds að morgni þess 8. desember. Öskufall hefur verið afar lítið en mistur og öskumóða virðist þó hafa borist norðaustur eftir öræfum, einkum fyrstu dagana. Ekki varð vart við öskulag frá þessu gosi í ískjarnanum af Bárðartungu (Sigurður Stein-
19-21 sept. Skeiðarárjökull hækkar
27 Skeiðará vex
28 Skeiðarárhlaup hefst
29 Eldgos hefst
4—5 okt. Eldgos í algleymingi —
Skeiðarárhlaup í hámarki
9 Skeiðará þorrin
23 Síðast vitað um gos
1. TAFLA
Grímsvatnagosið 1922 í stórum dráttum.
Table 1.
The main events of the 1922 Grímsvötn eruption.
þórsson 1978) en öskulagið frá Grímsvatnagosinu
1934 sást vel.
Aðdragandi að Skeiðárhlaupum er oft á þann
veg, að skömmu fyrir hlaup hækkar Skeiðarár-
jökull verulega milli Eystrafjalls og Skaftafells-
fjalla en lækkar eftir að hlaupin eru um garð
gengin. Þorkell Þorkelsson (1923) safnaði skipu-
lega upplýsingum um hlaupið og gosið 1922. Gos-
inu er lýst í stórum dráttum í 1. Töflu. Skeiðarárj-
ökull hækkaði um viku fyrir hlaup og eldgossins
varð fyrst vart degi eftir að hlaupið var hafið.
Aðdragandinn 1933 var eitthvað flóknari. Ragnar
Stefánsson í Skaftafelli getur þess í bréfi dagsettu
JÖKULL 34. ÁR 155