Jökull - 01.12.1984, Page 158
18. maí 1983, að Skeiðarárjökull hafi farið að
hækka síðsumars 1933, eða nokkrum vikum fyrir
gosið í nóv.-des. Til gossins sást svo í um 10 daga
skeið en því fylgdi ekki hlaup. Jökullinn lækkaði
ekki fyrr en í gosinu um vorið eftir. Með hliðsjón
af þeirri þekkingu á eldvirkni sem fengist hefur í
Kröflu er eðlilegt að líta á gosið í nóv.-des. sem
eina goshrinu. Aðdragandi að gosinu 1922 gæti
bent til, að hiaupið hafi verið komið undir jöku-
linn og lyft honum um viku áður en hlaupsins og
eldgossins varð vart. Ætla má að eldvirkni hafi
hafist fyrr um haustið en aðalgoshrinan hófst ekki
fyrr en í lok mars 1934 og henni fylgdi Skeiðar-
árhlaup og lækkun jökulsins.
Stundum hefur komið fyrir að hlaup hafi kom-
ið í ár norðan Vatnajökuls. Þannig kom allmikið
hlaup í Jökulsá á Fjöllum snemma í apríl 1934 og
talið að það hafi staðið í sambandi við eldgosið í
Grímsvötnum (Nýja Dagblaðið, 89. tbl.). í Nýja
Dagblaðinu (89. tbl. 1934) er einnig minnst á
svipað hlaup en nokkru minna í Skjálfandafljóti
veturinn 1933/34, en ekki er nánar greint frá
hvenær það hafi orðið. í fregninni er talið að slíkt
hlaup geti vart stafað af öðru en eldsumbrotum
því jökulhlaup á þeim árstíma séu næsta óvana-
leg. Ef þetta hlaup hefur verið á svipuðum tíma
og gosið í nóv.-des., þá liggur beint við að álykta
að eldgosið hafi orsakað hlaupið og því hafi gos-
stöðvarnar verið norðan vatnaskilanna. í Veðrátt-
unni (1934) er getið um mikið flóð í Skjálfanda-
fljóti fyrstu dagana í febrúar 1934 og tók það af
ferjur. Að líkindum er hér komið flóðið, sem
Nýja Dagblaðið getur um. í Veðráttunni stendur
að flóðinu hafi fylgt jakaburður mikill.
En smágos í Grímsvötnum þurfa ekki að valda
Skeiðarárhlaupum og er gosið í maí-júní 1983
nærtækt dæmi um það.
MEGINELDSTÖÐVAR OG SPRUNGU-
ÞYRPINGAR í VESTANVERÐUM
VATNAJÖKLI
f vestanverðum Vatnajökli eru nú þekktar með
vissu fimm megineldstöðvar og/eða sprunguþyrp-
ingar (2. mynd). Reyndar eru hugmyndir jarð-
fræðinga um fjölda og tengsl eldstöðva nokkuð á
reiki (sbr. Sveinn P. Jakobsson 1979 og Guðrún
Larsen 1982), en hér verður greint frá hugmynd-
um höfundar. Askja er norðan jökulsins en
sprunguþyrping hennar gengur inn undir Dyngju-
jökul en hve langt til suðurs er ekki vitað. Kverk-
fjöll standa í norðurjaðri Vatnajökuls og liggur
2. Mynd. Megineldstöðvar og sprunguþyrpingar í
vestanverðum Vatnajökli. Fig. 2. Central volca-
noes and associated fissure swarms (i. e. volcanic
systems) in the western part of the Vatnajökull ice
cap.
156 JÖKULL 34. ÁR