Jökull


Jökull - 01.12.1984, Side 161

Jökull - 01.12.1984, Side 161
Snjóflóð á íslandi veturinn 1982—1983 HAFLIÐI HELGI JÓNSSON Veðurstofu íslands ABSTRACT SNOW AVALANCHES IN ICELAND IN THE WINTER OF1982-1983 Over 800 avalanches were recorded this winter. Cata- strophic slush avalanches killed 4 people and caused extensive damage in the town of Patreksfjörður in north- western Iceland. Elsewhere, bridges were ruined, power- lines damaged, and sheep killed. Information on the avalanches, such as lócation, time of occurrence and olher properties are presented in tables. Rúmlega 800 snjóflóð voru skráð þennan vetur. Fjórir menn létu lífið í krapahlaupum, og hafa þá 125 manns farist í snjóflóðum frá síðustu aldamótum. Ellefu manns björguðust úr þessum krapahlaupum, þar af 6 meiddir. Eignatjón þenn- an vetur varð verulegt. Fyrsta skaðasnjóflóð vetarins varð 18. desem- ber í Hallsteinsdal á Héraði. Það braut 5 raflínu- tvístæður. Næst urðu skaðar skömmu eftir áramót þegar hrina þurra snjóflóða gekk yfir Vestfirði. Pá hljóp á 4 mannlausa bíla í Súgandafirði, og skemmdust 2 þeirra. Þá slitu snjóflóð einnig raflínur í Önundarfirði og í Arnarfirði. En mesta tjónið í þessari hrinu varð á Súðavík þann 6. janúar. Þá hljóp á tveimur stöðum úr fjallinu fyrir ofan bæinn, og tóku hlaupin af sitt fjárhúsið hvort og drápu um 50 fjár. Auk þess eyðilagði annað þeirra spennistöð. Þann 22. janúar varð mikil hrina krapaflóða á norður- og vesturlandi, einkum á sunnanverðum Vestfjörðum. A Patreksfirði hljóp á byggðina undir Geirseyrargili, og skömmu síðar á nokkur hús við Litladalsá. Fjórir menn létu lífið í þessum hlaupum, 6 slösuðust og 5 björguðust ómeiddir. Fimm íbúðarhús eyðilögðust og 6 stóðu eftir stór- skemmd. Jafnframt eyðilögðust 4 bílskúrar, 13 bflar og 2 fjárhús, og sláturhúsið á staðnum skemmdist nokkuð. Sama dag hljóp Búðagil á Bíldudal. Tók það hlaup tvenn fjárhús af ásamt gömlu trésmíðaverk- stæði; drap 33 kindur og braut raflínustaura. Átján fjár var bjargað. Flóðið tók stykki úr varn- argarði sem gerður hafði verið í gilinu og bar það með sér tugi metra. Má sennilega þakka varnar- garði þessum að ekki fór ver, því flóðið gekk alveg niður að íbúðabyggð. í sömu hrinu tók snjóflóð um 500 m af þriggja kílómetra langri hitaveituleiðslu við Húsafell, og olli auk þess skemmdum á flugvellinum þar. Álfadalsá í Gufudal á Barðaströnd hljóp þenn- an dag. Tók það hlaup 8 m langa nýlega brú af ánni. Lýkur þar með upptalningu á tjóni í snjóflóða- hrinunni 22. janúar, mestu skaðahrinu sem geng- ið hefur yfir landið síðan 1974. En fleiri skaðar áttu eftir að verða þennan vetur. Þann 6. aprfl hljóp snjóflóð á dæluskúr Hita- veitu Siglufjarðar á Skútudal, og skemmdi dælu- búnað veitunnar. Daginn eftir braut snjóflóð raf- línustaur á Hörgárdalsflögum austan í Hellisheiði á Héraði.og loks fór brúin yfir Grefilsgil í Dals- mynni í snjóflóði þann 16. apríl. í 1. töflu eru snjóflóð á víð og dreif um landið talin upp, og lögð áherzla á að staðsetja þau og tímasetja svo nákvæmlega sem unnt er, en í mörgum tilfellum eru einnig upplýsingar um stærðir flóðanna og eðli. í 2. töflu er samantekt á snjóflóðum á nokkrum vegaköflum þar sem þau eru að jafnaði tíðari en annars staðar. Eru þetta vegirnir í Ólafsvíkur- enni, Ólafsfjarðarmúla og í kringum ísafjörð. í 3. töflu eru svo eftirhreytur frá vetrinum 1981- 1982. Heimildarmenn hafa eins og áður verið starfs- menn Vegagerðar ríkisins og veðurathugunar- menn, en einnig hafa ýmsir aðrir sent Veðurstof- unni upplýsingar. Ennfremur hefur mátt finna ýmislegt í dagblöðum og landshlutablöðum. Ýms- ar upplýsingar umfram þær sem hér eru birtar er að finna á sumum skráningareyðublaðanna, en þau eru varðveitt á Veðurstofu íslands. JÖKULL 34. ÁR 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.