Jökull - 01.12.1984, Page 167
Jökulhlaupaannáll 1981, 1982 og 1983
SIGURJÓN RIST
Vatnamœlingar, Orkustofnun
í Jökli 31. árgangi á bls. 31 er skrá yfir jökulhlaup
áranna 1977-1980. Hér birtist annáll næstu
þriggja ára.
Skaftárhlaup
1981 Hlaup nr. 16, 10.-11. ágúst jökulhlaupa-
skvetta. Allstækur brennisteinsþefur fannst
af vatninu fyrri daginn. Hlaupvatn 50 Gl.
1982 Hlaup nr. 17, 5. —14. jan. Snemma um
morguninn 5. jan. tóku fréttir að berast til
Reykjavíkur austan úr Rangárvallasýslu,
frá Hellu syðst og frá Sigöldu nyrst, um að
brennisteinsfnykur væri í lofti. Ég hafði
strax samband við gæslumann vatnshæð-
armælis Skaftár, Oddstein R. Kristjánsson,
Hvammi í Skaftártungu. f Skaftárdal og
efstu bæjum í Skaftártungu fannst þá um
XQ
Gl
250
220
200
6. 7. 8. 9. 10. II. 12.
-------- Jan.I982 Skaftó —
13. 14. 15.
--------*
morguninn jöklafýla, norðaustanátt var á.
Skaftá var með venjulegu skammdegis yfir-
bragði, vatnið blátært lindavatn og áin
óhreyfð með öllu. Af fréttunum var auðsætt
að þefurinn átti upptök sín norðaustur af
Skaftártungu, útfall Skaftár lá því undir
grun. Eftir fimm klukkustundir eða kl. 14
fékkst vissan. f>á tók áin að vaxa, vatnið var
kolmórautt og flutti jakahröngl. Til mið-
nættis óx Skaftá um 300 m3/s. Hún náði
hámarki á þriðja degi. Þegar hún var að
nálgast hámark tók að vætla yfir varnar-
garðana niðri í Meðallandi. Frost var hart.
Vatnið fraus að verulegu leyti jafnóðum
ofan á görðunum og myndaði haglega gerða
ísstíflu. Garðarnir héldu. Bændur og Vega-
gerðin sluppu með skrekkinn. ísinn á Kúða-
ljóti Iiðaðist sundur aðeins að litlu leyti.
Vatnið rann að mestu ofan á ísi. Þannig var
einnig á Skaftá að vatnið flæddi ofan á
ísnum á löngum köflum, hinn sterki botn-
frostni skammdegisís þoldi að vera í kafi án
þess að brotna upp. Á stöku stað hreinsaði
áin farvegina, einkum þar sem straumur var
stríður. Hlaupvatnið reyndist 220 Gl.
Hlaupvatnið kom úr „Eystraketilsiginu“
svonefnda.
h
- Sept. Oct. 1983 Skaftd Jökulhlaup -
1. mynd Skaftárhlaup nr. 17 hjá Skaftárdal,
vhm 70; úr eystra ketilsiginu.
2. mynd Skaftárhlaup nr. 18 hjá Skaftárdal,
vhm 70; úr vestari sigkatlinum.
JÖKULL 34. ÁR 165